Fáar borgir eru jafn fallegar í jólafötunum og Berlín. Borgin er skrýdd yndislegu jólaskrauti, ljósum og alls staðar er minnt á komu jólanna. Jólatónleikar eru um alla borg í kirkjum, konserthúsum og Berlínar Philharmoníunni. Elsta jólahefð í heimi, jólamarkaðirnir eru víða með sinn jólavarning, jólavín (Gluhwein) og hunangskökur. FEB-ferðir í samvinnu við ferðaskrifstofuna Betri Ferðir…
Category Archives: Fréttir
Það er ávallt glatt á hjalla í húskynnum FEB síðdegis á miðvikudögum en þá koma kátir félagar kórs FEB saman og syngja undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Fyrsta æfing kórsins í haust verður miðvikudaginn 27. september kl. 16:30. Æft er einu sinni í viku allan veturinn með góðu jólafríi. Nýir félagar eru velkomnir og er þeim…
Þar sem ferðin „Heilsað upp á Þingeyinga (Demantshringurinn)“ sem fara átti í lok maí – féll niður vegna veðurs, höfum við ákveðið að bjóða aðra samskonar ferð dagana 1.til 2. sept. Flogið er til Akureyrar klukkan 7:10 með Icelandair og þaðan ekið til Húsavíkur þar sem tekin verður skoðunarferð um staðinn. Þá er haldið fyrir…
Skrifstofa Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni lokar vegna sumarleyfa dagana 24. júlí til og með 11. ágúst. – Fyrsti tíminn í leikfiminni „Sterk og liðug“ eftir frí verður þriðjudaginn 15. ágúst. – Fyrsti tíminn í Zumba Gold eftir frí verður þriðjudaginn 15. ágúst. – Fyrsti tíminn í Ballet Fitness verður þriðjudaginn 15. ágúst. – Fyrsta FEB-ferðin eftir sumarfrí er Kerlingafjöll og Hveradali, sem…
Ballet Fitness fyrir 60+ Þann 15. ágúst ætlar FEB að bjóða upp á 8 vikna námskeið í Ballet Fitness sem er nútíma útgáfa af klassískri ballet þjálfun. Ballet Fitness bætir og styrkir stoðkerfið, byggir upp styrk í kviðvöðvum og mjóbaki, þjálfar jafnvægið, tónar vöðvana, bætir líkamsstöðu og mótar líkamann. Æft er með klassískri og nútíma…
Fimmtudaginn 6. júlí bjóða FEB-ferðir upp á mjög áhugaverða ferð um Suðurlandið þar sem hellarnir við Ægissíðu verða skoðaðir og stoppað á Flúðum, Skálholti og við Laugarvatn. Skelltu þér með okkur! Lagt verður af stað úr Stangarhyl kl 8:00. Ekið austur um Þrengslin til Hellu þar sem hellarnir við Ægissíðu verða heimsóttir. Í hellunum má…