Category Archives: Fréttir

Fasteignagjöld 2018 í Reykjavík

Margir spyrja FEB um fasteignagjöldin og álagningu þeirra. Álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðir var lækkað um 10% vegna ársins 2018, úr 0,2% í 0,18%. Afsláttur í upphafi árs 2018 er ákvarðaður eins og afsláttur 2017 endaði en sá útreikningur er byggður á framtölum ársins 2017 vegna tekna 2016. Sjá HÉR vegna tekjuviðmiða afsláttar fyrri ára, m.a….

„Eldri borgarar vilja ganga skrefinu lengra og fara frítt með strætó"

„Að það skuli hafa tekið þennan tíma að fá niðurstöðu og excel-skjal er sérstakt og sýnir kannski hvernig almennt er komið fram við eldri borgara,“ segir Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), um misræmi í aldursmörkum eldriborgaraafsláttar í borginni. Sjá meira HÉR (Frbl og visisr.is)

Himnaríki og helvíti – umræða og leikhúsferð

Umræða um verkið verður hér í Stangarhylnum n.k. fimmtudag 25. janúar, kl. 14.00. Þar mun Bjarni Jónsson höfundur leikgerðar, ræða verkið og uppsetningu þess. Leikhúsferðin verður síðan 31. janúar – mæting í Borgarleikhúsið 18.00. Fyrst er farið í skoðunarferð um húsið, matur og svo sjálf leiksýningin. Starfsmaður FEB afhentir miðana við innganginn.