Category Archives: Fréttir
Í umslaginu eru auk nýs félagsskírteinis FEB, VIÐBÓT við Afsláttarbókina og sértilboð til félagsmanna frá Heimsferðum og AHA / Nettó.
Þríleikur Vilborgar Davíðsdóttur um Auði djúpúðgu: Auður, Vígroði og Blóðug jörð. Jónína Guðmundsdóttir fjallar um bækurnar og stýrir umræðum.
Eins og fram hefur komið sendi formaður FEB bréf til forsætisráðerra í janúar, þar sem lagt var til að skipaður yrði starfshópur, á vegum ríkisstjórnarinnar og eldri borgara um málefni aldraðra. Um miðjan febrúar mættu allir stjórnarmenn FEB á fund með forsætisráðherra, fundur var líka haldinn með jafnréttismálaráðherra og í framhaldinu samþykkti ríkisstjórnin eftirfarand bókun:
Fimmtudaginn 15. mars nk. frá klukkan 16.15 – 18.15 verður sannkallað húllumhæ hér í Stangarhylnum, húsnæði FEB. Nemendur í áfanganum Viðburðar og verkefnastjórnun við Háskóla Íslands standa fyrir viðburðinum. Ýmsir tónlistarmenn munu koma fram og syngja íslensk dægurlög í bland við nýja tóna ásamt því að danspar ársins 2017 kemur og sýnir dansatriði. Kaffi og með‘því í…
Fyrsti fyrirlesturinn á fimmtudag 8. mars kl. 14.00 – Bryndís Schram mun fjalla um lífið, í gleði og alvöru. FEB félagar fá tækifæri til að segja frá einu og öðru sem á daga þeirra hefur drifið í lífinu, segja frá ferðum sínum eða að kynna ferðir á vegum félagsins sem framundan eru.