Category Archives: Fréttir

Bómenntahópur – síðasti tíminn fimmtudag 26. apríl – allir velkomnir

Vetrarstarfi bókmenntahópsins, sem Jónína Guðmundsdóttir hefur stýrt, lýkur núna næst komandi fimmtudag. Þá kemur höfundur bókanna, Vilborg Davíðsdóttir, í heimsókn, segir frá þríleik sínum um Auði djúpúðgu og sýnir myndir frá sögustöðum. Allir velkomnir í Stangarhyl 4,  fimmtudaginn 26. apríl, kl 14.00.

Vortónleikar Kórs FEB og Kátra karla föstudag 27. apríl 2018 kl 17.00

Kór Félags eldri borgara í Reykjavík og Karlakórinn Kátir karlar halda tónleika í Grensáskirkju föstudaginn 27. apríl kl. 17.00. Stjórnandi kóranna er Gylfi Gunnarsson Undirleikari: Jónas Þórir – Einsöngvarar: Þorgeir Andrésson og Svanhildur Sveinbjörnsdóttir  Saxafónleikari: Reynir Þ. Þórisson Fjölbreytt efnisskrá – Miðaðverð kr. 2.000.