Category Archives: Fréttir

FEB fær vilyrði fyrir lóð fyrir allt að 50 íbúðum við Háteigsveg

Samþykkt var í Borgarráði Reykjavíkurborg í dag, fimmtudag 26. apríl að veita FEB vilyrði fyrir lóð fyrir byggingu á allt að 50 íbúðum við Háteigsveg. Félagið þakkar góð og snör viðbrögð borgarráðsmanna og starfsmanna skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg við ósk félagsins og afgreiðslu umsóknar.

Vortónleikar Kórs FEB og Kátra karla í dag föstudag 27. apríl kl. 17.00

Kór Félags eldri borgara í Reykjavík og Karlakórinn Kátir karlar halda tónleika í Grensáskirkju föstudaginn 27. apríl kl. 17.00. Stjórnandi kóranna er Gylfi Gunnarsson Undirleikari: Jónas Þórir – Einsöngvarar: Þorgeir Andrésson og Svanhildur Sveinbjörnsdóttir  Saxafónleikari: Reynir Þ. Þórisson Fjölbreytt efnisskrá – Miðaverð kr. 2.000.