Í morgun 23. maí var undirritaður samstarfssamningur milli FEB og Vildarhúsa um stofnun Leigufélags aldraðra. Leigufélagið verður stofnað sem húsnæðissjálfseignarstofnun og rekið án hagnaðarsjónarmiða.
Category Archives: Fréttir
Gönguhópur gengur alla miðvikudaga kl. 10.00. Kaafi, rúnstykki og spjall á eftir. Allir velkomnir.
Lífeyrisþegar geta skoðað niðurstöður endurreikningsins á Mínum síðum frá og með 22. maí 2018. Lífeyrisréttindi eru tekjutengd og voru réttindi fyrir árið 2017 reiknuð út frá áætluðum árstekjum í tekjuáætlunum sem lífeyrisþegar bera ábyrgð á að hafa sem nákvæmastar. Þegar endanlegar upplýsingar um tekjur ársins lágu fyrir í staðfestum skattframtölum frá Ríkisskattstjóra voru lífeyrisréttindi endurreiknuð…
Þátturinn Lífið er lag – hagsmunir eldri borgara, áttundi og þar með síðasti þátturinn, á Hringbraut í kvöld, þriðjudagskvöld kl. 20.30. Þáttastjórnandi er Sigurður K. Kolbeinsson. Efni þáttanna er unnið í samráði við FEB. HÉR má síðan horfa alla þættina, aftur og aftur.
Efni þessa blaðs er fjölbreytt að vanda m.a; -Sumar- og haustferðir félagsins, -Sveitarstjórnarkosningar, -Umfjöllun um vel sótta framboðsfundinn, -Sjónvarpsþættir á Hringbraut, -Krossgátan vinsæla, -Ævintýralegt tilboð frá Bílabúð Benna og fleira og fleira. HÉR er hægt að nálgast blaðið rafrænt.
Mánudagur 28. maí Farið frá Stangarhylnum kl. 8.30 Ekki sem leið liggur til Staðarskála þar sem gert verður stuttur stans. Áfram ekið að Laugarbakka þar sem bíður okkar súpa og salat. Áfram ekið um grænar sveitir Húnaþings og kaupfélagslitaðar sveitir Skagafjarðar og til Siglufjarðar. Skoðunarferð um bæinn, bæði akandi og svo á fæti. Áfram ekið…