FEB býður félagsmönnum á kynningu á alþjóðlegu verkefni fyrir 60+ um náttúruvernd, miðvikudaginn 15. nóv. kl. 13:30 í sal FEB í Stangarhyl 4. Kynninguna heldur Julie Kermarec sérfræðing hjá Umhverfisstofnun en þar kynnir hún verkefnið Grey4Green. Um verkefnið Umhverfisstofnun stýrir verkefninu Grey4Green, sem snýst um að þróa sjálfboðaliðaverkefni í náttúruvernd meðal fólks sem er eldra…
Category Archives: Fréttir
Það hefur verið eitt helsta baráttumál LEB að verkalýðshreyfingin leggist á árarnar með LEB að bæta kjör eldra fólks, enda flest fyrrum félagar þeirra til áratuga. FEB hefur verið virkur þátttakandi innan LEB í þessari vinnu. Sjá nánar upplýsingar hér á heimasíðu FEB undir Hagsmunar- og baráttumál eða HÉR Það voru mikil vonbrigði þegar hinum…
Hin sívinsæla sviðaveisla FEB verður haldin í sal félagsins í Stangarhyl 4, laugardaginn 11. nóv. frá kl. 12:00 -14:00. Húsið opnar kl. 11:30 en borðhald hefst kl. 12:00. Það er Veislulist sem töfrar fram sviðakjamma, sviðasultu, saltkjöt og með því. Örn Árnason, leikari og skemmtikraftur mætir á svæðið og skemmtir félagsmönnum af sinni alkunnu snilld….
Langar þig í matarklúbb með öðrum körlum? Langar þig að læra að elda einfaldan mat? Hefur þú lítið stuðningsnet og/eða ert óvanur að elda? Eða langar þig bara að koma og vera með? Þá er matarklúbbur FEB fyrir karlmenn 60+ eitthvað fyrir þig! Þú þarft ekki að hafa reynslu af matseld til að taka…
Langar þig að prófa eitthvað nýtt? Gæti Ballett Fitness fyrir 60+, verið eitthvað fyrir þig? Ballett Fitness er nýung hjá FEB, en við höfum prufukeyrt þessa tíma frá því í ágúst s.l. og eru þátttakendur hreint út sagt yfirmáta ánægðir. En við þurfum fleiri þátttakendur til að geta haldið þessum tímum áfram. Ballett Fitness er…
FEB vill vekja athygli á málþingi sem LEB – Landssamband eldri borgara stendur fyrir um kjör eldra fólks mánudaginn 2. október kl. 13.00 – 16.00 á Hilton Reykjaví Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík. Málþingið fer fram í fyrirlestrarsal 1. hæð. Ókeypis aðgangur og öllum opið meðan húsrúm leyfir. Málþinginu verður streymt á vef LEB www.leb.is…