Category Archives: Fréttir

Fundur hjá FEB – sjálfboðaliðar og náttúruvernd

FEB býður félagsmönnum  á kynningu á alþjóðlegu verkefni fyrir 60+ um náttúruvernd,  miðvikudaginn 15. nóv. kl. 13:30 í sal FEB í Stangarhyl 4. Kynninguna heldur Julie Kermarec sérfræðing hjá Umhverfisstofnun en þar kynnir hún verkefnið Grey4Green. Um verkefnið Umhverfisstofnun stýrir verkefninu Grey4Green, sem snýst um að þróa sjálfboðaliðaverkefni í náttúruvernd meðal fólks sem er eldra…

Starfsgreinasambandið styður kröfur LEB! FEB fagnar.

Það hefur verið eitt helsta baráttumál LEB að verkalýðshreyfingin leggist á árarnar með LEB að bæta kjör eldra fólks, enda flest fyrrum félagar þeirra til áratuga. FEB hefur verið virkur þátttakandi innan LEB í þessari vinnu. Sjá nánar upplýsingar hér á heimasíðu FEB undir Hagsmunar- og baráttumál eða HÉR Það voru mikil vonbrigði þegar hinum…

Sviðaveisla FEB

Hin sívinsæla sviðaveisla FEB verður haldin í sal félagsins í Stangarhyl 4, laugardaginn 11. nóv. frá kl. 12:00 -14:00. Húsið opnar kl. 11:30 en borðhald hefst kl. 12:00. Það er Veislulist sem töfrar fram sviðakjamma, sviðasultu, saltkjöt og með því. Örn Árnason, leikari og skemmtikraftur mætir á svæðið og skemmtir félagsmönnum af sinni alkunnu snilld….

Matarklúbbur FEB fyrir karlmenn 60+ slær í gegn. Nýr hópur byrjar mánudaginn 30. október – ert þú búinn að skrá þig?

  Langar þig í matarklúbb með öðrum körlum? Langar þig að læra að elda einfaldan mat? Hefur þú lítið stuðningsnet og/eða ert óvanur að elda? Eða langar þig bara að koma og vera með? Þá er matarklúbbur FEB fyrir karlmenn 60+ eitthvað fyrir þig! Þú þarft ekki að hafa reynslu af matseld til að taka…

Nýjung í Stangarhylnum

Langar þig að prófa eitthvað nýtt?   Gæti Ballett Fitness fyrir 60+, verið eitthvað fyrir þig? Ballett Fitness er nýung hjá FEB, en við höfum prufukeyrt þessa tíma frá því í ágúst s.l. og eru þátttakendur hreint út sagt yfirmáta ánægðir. En við þurfum fleiri þátttakendur til að geta haldið þessum tímum áfram. Ballett Fitness er…

Við bíðum… EKKI LENGUR!

FEB vill vekja athygli á málþingi sem LEB – Landssamband eldri borgara stendur fyrir um kjör eldra fólks mánudaginn 2. október kl. 13.00 – 16.00 á Hilton Reykjaví Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík. Málþingið fer fram í fyrirlestrarsal 1. hæð. Ókeypis aðgangur og öllum opið meðan húsrúm leyfir. Málþinginu verður streymt á vef LEB www.leb.is…