Í gær 24. sept. 2018 lagði Flokkur fólksins fram þingályktunartillögu um að skattfrelsismörk hækkuðu í 300 þús. kr. Það þýðir 106.387 kr. persónufrádráttur. Fyrsti flutningsmaður er dr. Ólafur Ísleifsson og er tillagan unnin að hans frumkvæði. HÉR má sjá ályktunina.
Category Archives: Fréttir
Þátturinn Lífið er lag – hagsmunir eldri borgara hefur göngu sína á ný á sjónvarpsstöðinni Hringbraut 25. september kl. 20.30 og verða sýndir vikulega fram í desember. Þáttastjórnandi er sem fyrr Sigurður K. Kolbeinsson. Efni þáttanna er unnið í fullu samráði við FEB. Hver þáttur mun birtast nokkrum sinnum á stöðinni og verða aðgengilegur HÉR…
Smellið HÉR til að skoða dagskrá félagsstarfsins hjá FEB Hér koma ekki fram einstaka viðburðir, ferðalög og eða annað starf eins og byggingarmál á vegum félagsins.
Markmið er skemmtun, golf, fræðsla og upplýsandi kynning á svæðinu og að búa á Spáni til lengri eða skemmri tíma. Flogið til Alicante og keyrt á Costa Blanca svæðið. Spánarheimili og FEB kynna samstarf um aðstoð við félagsmenn FEB um leiðsögn og ráðgjöf við fasteignakaup á Spáni og leigu fasteigna til bæði lengri tíma og…
Ljóðahópur Jónínu byrjar fimmtudaginn 20. sept. og verður með sama sniði og undanfarin ár. Fyrsti tími söguhópsins verður fimmtudaginn 27. september kl. 14.00. Þá verður „Skáldsagan um Jón“ eftir Ófeig Sigurðsson tekin til umræðu. Sagan er lögð í munn Jóns Steingrímssonar eldklerks. Jónína Guðmundsdóttir stýrir umræðum.
Íslendingasögur hefjast í Stangarhyl 4 föstudaginn 21. sept. kl. 13.00. Leiðbeinandi sem fyrr Baldur Hafstað. Enn er pláss í góðum hópi.