Aðalfundur FEB 21. febrúar 2024 Tillaga laganefndar að breytingum á grein 7.6 í lögum félagsins Grein 7.6 nú/fyrir breytingu: 7.6 Stjórnarfundi skal formaður eða framkvæmdastjóri boða tryggilega. Stjórnarfundur er lögmætur ef meirihluti stjórnar er viðstaddur. Boða skal varamenn, sem hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum en ekki atkvæðisrétt nema þeir taki sæti aðalmanns. Grein 7.6…
Category Archives: Fréttir
Uppstillingarnefnd hefur lokið störfum. Nefndinni bárust 3 framboð til formanns og 7 framboð til stjórnar. Tillaga nefndarinnar er, að á aðalfundi FEB þann 21. febrúar 2024 fari fram kosning til formanns og stjórnar um öll sem í framboði eru. Frambjóðendur til formanns stjórnar FEB 2024 eru í stafrófsröð: 1. Borgþór S. Kjærnested 2. Sigurbjörg Gísladóttir…
Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík, FEB, fyrir árið 2024 verður í Ásgarði, sal félagsins í Stangarhyl 4 þann 21. febrúar nk. kl. 14:00. Uppstillingarnefnd félagsins er að störfum skv. 10. gr. laga félagsins. Nefndin óskar eftir uppástungum/tillögum og framboðum áhugasamra félagsmanna í eftirtalin trúnaðarstörf fyrir félagið. I. Formaður félagsins, kosinn til tveggja ára. II….
Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) verður haldinn í Ásgarði, sal FEB Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, miðvikudaginn 21. febrúar, kl. 14:00. Tillögur og erindi sem leggja á fyrir fundinn skulu hafa borist stjórn félagsins skriflega minnst einni viku fyrir aðalfund. Tillögur uppstillingarnefndar til formanns og í stjórn munu liggja frammi á skrifstofu…
Gleðilegt nýtt ár kæru félagsmenn Vekjum athygli ykkar á þeim námskeiðum sem eru að hefjast hjá FEB næstu daga: Föstudaginn 12. janúar hefjast ný námskeið í Íslendingasögum. Á vorönn 2024 verður Egils saga tekin fyrir, en það er tilhlökkunarefni að lesa þessa stórbrotnu sögu. Mánudaginn 15. janúar byrja námskeiðin í spænsku að nýju. Uppselt er…
Skrifstofa FEB verður lokuð yfir hátíðarnar frá og með föstudeginum 22. desember til mánudagsins 1. janúar 2024. Opnum aftur þriðjudaginn 2. janúar kl. 10:00 hress og kát. Starfsmenn og stjórn FEB þakka félagsmönnum einkar ljúf samskipti á árinu sem er að líða og óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra, gleðilegra jóla, farsældar og friðar á komandi…