Category Archives: Fréttir

Aðventugleði FEB fimmtudaginn 6. des. í Stangarhyl

Minnum á Aðventugleðina 6. desember kl. 15.30 þar sem boðið verður upp á óáfengt jólaglögg, kaffi og góðgæti. Söngur, Margrét Helga Kristjánsdóttir syngur nokkur lög, Kór FEB syngur undir stjórn Gylfa Gunnarssonar, hugvekja sr. Bjarni Karlsson, upplestur úr bókum og fleira til skemmtunar. Gleðin hefst kl. 15.30. Aðgangseyrir aðeins kr. 700.

Hverju lofuðu þau? spyr formaður FEB, Ellert B. Schram

Hverju lofuðu þau í aðdraganda síðustu kosninga? Nýjustu fréttir frá fjármálaráðherra eru þær að ríkisstjórnin haldi sér í 3.4% hækkun á ellilífeyri frá almannatryggingum þegar fjárlagafrumvarpið verður afgreitt. Þetta telur hann nægilegt. Það mun vera ca 10 þús. króna hækkun á mánuði, ef þetta verður niðurstaðan í afgreiðslu fjárlagafrumvarps í næsta mánuði.

Jólakort FEB 2018

Jólakortasala hefur verið ein lykil fjáröflunarleið félagsins til þessa. Félagsmenn og aðrir velunnarar hafa ávallt tekið þessari fjáröflun vel og vitum við að svo verður einnig nú. Kortapakkning kostar 2000 kr. Kortin verða send félagsmönnum ásamt greiðsluseðli og valgreiðsla birtist í heimabanka. Hægt er að kaupa viðbótarkort hjá FEB, Stangarhyl 4, sími 5882111 / feb@feb.is…