Minnum á Aðventugleðina 6. desember kl. 15.30 þar sem boðið verður upp á óáfengt jólaglögg, kaffi og góðgæti. Söngur, Margrét Helga Kristjánsdóttir syngur nokkur lög, Kór FEB syngur undir stjórn Gylfa Gunnarssonar, hugvekja sr. Bjarni Karlsson, upplestur úr bókum og fleira til skemmtunar. Gleðin hefst kl. 15.30. Aðgangseyrir aðeins kr. 700.
Category Archives: Fréttir
HÉR má sjá nýjasta þáttinn af Lífið er lag sem sýndur var á Hringbraut s.l. þriðjudag eins og alla þriðjudaga kl. 20.30. Hér má síðan sjá alla þættina. http://feb.is/lifid-er-lag/
HÉR má sjá nýjustu útgáfu Félagstíðinda FEB sem eru í dreifingu til félagmanna.
„Í skugga drottins“ Höfundurinn Bjarni Harðarson les upp úr bókinni. Hér má sjá spjall Egils og Bjarna í Kiljunni frá því í gær 21.11.18. HÉR má sjá spjall Egils og Bjarna í Kiljunni frá því 21. nóv. sl.
Hverju lofuðu þau í aðdraganda síðustu kosninga? Nýjustu fréttir frá fjármálaráðherra eru þær að ríkisstjórnin haldi sér í 3.4% hækkun á ellilífeyri frá almannatryggingum þegar fjárlagafrumvarpið verður afgreitt. Þetta telur hann nægilegt. Það mun vera ca 10 þús. króna hækkun á mánuði, ef þetta verður niðurstaðan í afgreiðslu fjárlagafrumvarps í næsta mánuði.
Jólakortasala hefur verið ein lykil fjáröflunarleið félagsins til þessa. Félagsmenn og aðrir velunnarar hafa ávallt tekið þessari fjáröflun vel og vitum við að svo verður einnig nú. Kortapakkning kostar 2000 kr. Kortin verða send félagsmönnum ásamt greiðsluseðli og valgreiðsla birtist í heimabanka. Hægt er að kaupa viðbótarkort hjá FEB, Stangarhyl 4, sími 5882111 / feb@feb.is…