Fjórði þáttur af Lífið er lag – þar sem fjallað erum stöðu og hagsmuni eldri borgara, sem sýndur var á Hringbraut í gærkvöldi þriðjudag eins og alla þriðjudaga er nú aðgengilegur HÉR
Category Archives: Fréttir
Síðasti bókmenntaklúbbur vetrarins verður núna á fimmtudag 28. mars kl. 14.00 í Stangarhylnum. Við ljúkum lestri á bókum Böðvars Guðmundssonar, Híbýli vindanna og lífsins tré. Svavar Knútur kemur í lokin og syngur nokkur lög fyrir hópinn.
Tryggingastofnun flytur frá Laugavegi í Hlíðasmára 11 í Kópavogi. Vegna flutninganna verður lokað fimmtudaginn 28. mars og föstudaginn 29. mars. Opnað verður á nýjum stað mánudaginn 1. apríl með betra aðgengi og nægum bílastæðum. Verið velkomin. Vakin er athygli á tr.is Mínum síðum og umboðum hjá sýslumönnum um land allt.
Ágæti félagsmaður í FEB – Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Aðalfundur FEB var haldinn 19. febrúar s.l. Á fundinum var kosin ný stjórn og er Ellert B. Schram endurkjörinn formaður félagsins. Aðrir stjórnarmenn eru Sigríður Snæbjörnsdóttir varaformaður, Guðrún Árnadóttir gjaldkeri, Ólafur Ingólfsson ritari og meðstjórnendur eru Finnur Birgisson, Róbert Bender og Þorbjörn Guðmundsson….
Þriðji þáttur af Lífið er lag – hagsmunir eldri borgara, sem sýndur var á Hringbraut í gærkvöldi þriðjudag eins og alla þriðjudaga er nú aðgengilegur HÉR
Hér má sjá fjölbreytta dagskrá FEB þessa vikuna sem aðrar