Ágætu félagsmenn. Nú er á leiðinni til ykkar tölvupóstur um starfið framundan. Hann mun berast ykkur núna um helgi.
Category Archives: Fréttir
Árleg Sviðaveisla félagsins verður haldin laugardaginn 2 nóvember í hádeginu. Takið daginn frá. Nánar auglýst síðar.
Hljómsveit hússins. Góð skemmtun í skemmtilegum félagsskap. Opið öllum bara að mæta, miðasala við innganginn. kr.1.700
Þann 10. október nk. verður Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, áttræður. Um það leyti kemur út sjálfsævisaga hans, Enginn veit sína ævina fyrr en öll er, og gefst vinum hans og velunnurum kostur á að skrá nafn sitt á heillaóskaskrá í tilefni þessara tímamóta og að fá bókina á…
Námskeið í Ensku verður í október tvisvar í viku í 4 vikur mánudag og miðvikudaga kl. 13.00 – 14.30 fullt, bættum við tíma kl. 11.00 – 12.30 sömu daga, 7 okt.. Leiðbeinandi er Margrét Sölvadóttir. Áhersla á talað mál. Skráning í síma 588 2111 eða í tölvupósti feb@feb.is Námskeiðið kosta 10.000 kr.
Bókmenntahópur Jónínu. Bókaklúbbur FEB hefst að nýju fimmtudaginn 26. sept. Byrjað verður á að lesa nýjustu bók Bergsveins Birgissonar, Lifandi lífslækur. Umræðum stýrir sem fyrr Jónína Guðmundsdóttir. Þessi bók Bergsveins gerist árið 1784, á miklum örlagatíma í sögu þjóðarinnar. Skaftáreldar eru nýafstaðnir, Móðuharðindin eru að ganga af öllum dauðum og danski kóngurinn gerir út sendimann…