Category Archives: Fréttir

Bókmenntaklúbbur FEB 2020

Bókmenntaklúbburinn hittist næst fimmtudaginn 30. janúar, kl. 13:00 – 15:00. Í þessum tíma verður rædd bókin Í barndómi  eftir Jakobínu Sigurðardóttur. Fjallað er um uppvaxtarár Jakobínu í Hælavík á Hornströndum á 2. og 3. áratug síðustu aldar. Þetta er minningabók um fólk og bæ fjarlægrar bernsku. Umræðum stýrir Jónína Guðmundsdóttir.

Námskeið – Sterk og liðug. 8 vikur hefst 13. janúar.

Sterk og liðug er námskeið fyrir konur og karlmenn 60 ára og eldri. Tímarnir verða sérsniðnar að þátttakendum og þörfum þeirra. Við byrjum á léttri upphitun og og við tekur einföld leikfimi til að örva blóðrásina og auka liðleika. Eftir það gerum við rólegar styrkjandi æfingar með það sem markmið að rétta úr bakinu, bæta…

Yfirlýsing frá FEB- félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni um ferðamál.

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) hefur fengið fyrirspurnir frá félagsmönnum sínum vegna auglýsingar um Færeyjaferð frá nýstofnaðri Ferðaskrifstofu eldri borgara sem birtist um síðustu helgi. FEB vill af þessu tilefni taka fram að þessi nýstofnaða ferðaskrifstofa er ekkert á vegum Félags eldri borgara i Reykjavík og nágrenni, er ekki í neinu samstarfi…