Category Archives: Fréttir

Nýtt námskeið

Zumba Gold  – dans, leikfimi og teygjur fyrir byrjendur – nýr viðbótar hópur. Nýtt 4-vikna námskeið hefst mánudaginn 10. febrúar og verður til og með 5. mars. Tímar tvisvar í viku kl. 9.20 til 10.20 á mánu- og fimmtudögum, kennari Tanya, verð 9.000 kr. Skráning á feb@feb.is eða í síma 5882111. Stangarhyl 4

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn fimmtudaginn 12. mars 2020, kl. 14:00 í Ásgarði, Stangarhyl 4, Reykjavík.

Dagskrá fundarins verður samkvæmt lögum félagsins sem hér segir: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Lögð fram skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári 3. Lagðir fram ársreikningar félagsins 4. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning 5. Lagabreytingar 6. Kosning formanns, aðal- og varamanna í stjórn og skoðunarmanna ársreikninga 7. Afgreiðsla tillagna og erinda…