Category Archives: Fréttir

Fréttir af Göngu-Hrólfum

Alla miðvikudaga kl. 10 frá september til maí, hittist hópur af vösku göngufólki hér hjá okkur í Stangarhyl 4 og leggur í klukkutíma göngu. Hlé þurfti að gera á þessu síðustu vikur vegna COVID-19 ástandsins. Nú er hins vegar farið að birta til og næsta ganga verður héðan frá Stangarhylnum miðvikudaginn 13. maí. Göngu-Hrólfar er …

Mál Gráa hersins gegn íslenska ríkinu þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 

27.04.2020 Þrír félagar úr Gráa hernum, baráttuhópi eldra fólks um lífeyrismál, hafa að beiðni og fyrir hönd samtakanna  höfðað mál á hendur Tryggingastofnun f.h. íslenska ríkisins vegna skerðinga stofnunarinnar á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum. Málshöfðunin er reist á því sjónarmiði að með skerðingu opinberra lífeyrisgreiðslna  í hlutfalli við réttindi, sem ellilífeyristakar…

Ný og glæsileg afsláttarbók

Nú er afsláttarbókin 2020 komin út og er aðgengileg hér ofar á síðunni undir „Afsláttarbók“. Afsláttarbókin er einnig farin í póst eða er í dreifingu til þeirra félagsmanna sem greitt hafa félagsgjöldin 2020. Við erum afar þakklát þeim fyrirtækjum sem veita afslátt og hvetjum félagsmenn til að nýta sér þessi góðu kjör.

Hlökkum til sumarsins. FEB ferðir – þessar einu sönnu

Ferðir á vegum Félags eldri borgara sumarið 2020 – (Sjá nánari lýsingar undir „Ferðalög“ hér að ofan) Söguferð: Dalir – Snæfellsnes, á áætlun 19. og 26. maí Um er að ræða dagsferðir á söguslóðir Laxdælu í tengslum við Íslendingasagnanámskeiðið. Fararstjórar Baldur Hafstað og Magnús Sædal. Á slóðir Agnesar og Friðriks í Húnaþingi. 14.-15.júní Tveggja daga…