Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) fagnar 35 ára afmæli í dag mánudaginn 15. mars. Það var árið 1986 sem framtakssamir aðilar riðu á vaðið og stofnuðu hagsmunafélag eldri borgara. Því var ætlað að gæta hagsmuna eldri borgara, skapa efnahagslegt öryggi, góða umönnun, hlúa að menningarlegum áhugamálum þeirra, stuðla að heilsueflingu og leitast…
Category Archives: Fréttir
Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn fimmtudaginn 15. apríl 2021, kl. 13:00. Fundarstaður verður auglýstur síðar. Tillögur og erindi sem leggja á fyrir fundinn skulu hafa borist stjórn félagsins skriflega minnst einni viku fyrir aðalfund. Tillögur uppstillingarnefndar um fólk í stjórn munu liggja frammi á skrifstofu félagsins í tvær vikur fyrir…
Áskorun hefur verið send á alla stjórnmálaflokka að tryggja eldri borgurum sæti á lista sem gæti tryggt þeim þingsæti. Enda er það á Alþingi sem kjör og velferð eldri borgara eru ráðin. Að áskoruninni stendur formaður LEB ásamt formönnum nokkurra stærstu félaga eldri borgara innan vébanda LEB. Þá hafa öll aðildarfélög LEB verið hvött til…
Hin geysi vinsælu enskunámskeið byrja aftur mánudaginn 1. mars. Um er að ræða ensku fyrir byrjendur og lengra komna, þar sem áherslan er á talað mál. Lagt er upp með að námið sé hagnýtt og fólk nái að bjarga sé á spjalli, með minni áherslu á málfræði. Kennt er tvisvar sinnum í viku í fjórar…
Vegna aðalfundar FEB árið 2021 Uppstillingarnefnd félagsins er að störfum samkvæmt 10. gr. laga félagsins. Nefndin óskar eftir uppástungum/tillögum um áhugasama félagsmenn til setu í stjórn félagsins. Tillögur þar um berist félaginu í tölvupósti feb@feb.is fyrir 9. mars næstkomandi. Nefndin
Ný spænskunámskeið hefjast þriðjudaginn 23. febrúar, annars vegar fyrir byrjendur og hins vegar framhaldsnámskeið fyrir þá sem eru aðeins lengra komnir. Hinn eini sanni Kristinn R. Ólafsson kennir! Aðaláherslan verður á talað mál og orðaforða með undirstöðuatriðum í málfræði. Tímasetning: Byrjendur, þriðjudaga kl. 11:45 – 13:15 og fimmtudaga kl. 12:45 – 14:15. Lengra komnir, þriðjudaga…