Með mikilli gleði upplýsum við að námskeiðin okkar hefjast aftur á morgun skv. viðburðadagatali FEB, þar sem þá taka í gildi nýjar reglur um samkomutakmarkanir. – ZUMBA, byrjar aftur á morgun 15 apríl – Sterk og liðug, byrjar aftur á morgun 15. apríl – Ljóðahópurinn, byrjar aftur á morgun 15. apríl -Spænskan, byrjar aftur föstudaginn…
Category Archives: Fréttir
Á stjórnarfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), fimmtudaginn 8. apríl 2021 var ákveðið að fresta aðalfundi félagsins sem til stóð að halda þann 15. apríl n.k. Þetta er gert í ljósi þeirra samkomutakmarkanna sem í gildi eru sökum COVID faraldursins. Stefnt er að því að halda aðalfund FEB fimmtudaginn 29. apríl kl….
Félagsmálaráðuneytið, velferðarsvið Reykjavíkurborgar og LEB – Landssamband eldri borgara fengu Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands til að gera fyrir sig könnun á högum og líðan aldraðra á Íslandi 2020. Rafræn kynning á niðurstöðum könnunarinnar verður haldin 7. apríl nk. kl. 13. Helgi Guðmundsson verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun mun kynna niðurstöðurnar. Vegna Covid-19 faraldursins verður fundurinn haldinn á Teams. Ekki…
Vakin er athygli á seinkun á útgáfu nýrra félagsskírteina og afhendingu nýrrar Afsláttarbókar þar til í maí 2021. Aðalfundur ákvarðar félagsgjöld hvers árs en fundinum var því miður seinkað fram í apríl þetta árið vegna Covid ástandsins. Ný félagsskírteini og Afsláttarbók berast skilvísum greiðendum félagsgjalda. Við trúum því að þjónustuaðilar og verslanir muni sjá í…
Frá og með miðnætti tekur gildi 10 manna samkomubann og því falla öll námskeið á vegum FEB niður næstu 3 vikurnar. Við vonumst til að geta byrjað aftur þar sem frá var horfið um leið og létt verður á fjöldatakmörkunum. Farið vel með ykkur
Þann 17. mars 2021 var fyrsta skóflustunga að íbúðum á vegum Leigufélags aldraðra hses tekin. Íbúðirnar eru við Vatnsholt 1-3 eða á svokölluðum Sjómannaskólareit. Um er að ræða 51 íbúð í tveimur 3ja hæða húsum með lyftu. Íbúðirnar verða tilbúnar á þriðja ársfjórðungi 2022. Heimasíða Leigufélags aldraðra er í vinnslu og fljótlega verður auglýst eftir…