Category Archives: Fréttir

Minnum á hinar einu og sönnu FEB innanlandsferðir í júní

Ferðirnar okkar í maí slógu rækilega í gegn og nú er komið að júní ferðunum sem eru ekki minna spennandi. Á slóðir Agnesar og Friðriks í Húnaþingi. (14.-15.júní) – 3 sæti laus Tveggja daga ferð með gistingu eina nótt á Laugarbakka. Ekið sem leið liggur norður yfir heiðar og komið við í Selasetrinu á Hvammstanga….

Fyrsta ferð sumarsins handan við hornið – Dagsferð á Suðurnes 20. maí – Laus sæti

Í ár býður félagið upp á fjölbreyttar ferðir líkt og undanfarin ár og hefjum við ferðaárið fimmtudaginn 20. maí  með dagsferð á Suðurnesin. Í leiðsögninni verður fléttað saman sögu þeirra svæða sem um er farið, ásamt lýsingu á mannlífi og persónusögu í bland við jarðfræði svæðisins. Leiðsögumaður: Magnús Sædal Svavarsson Verð: 14.000 kr  (16.000 kr. fyrir utanfélagsmenn)…

Niðurstöður kosninga til stjórnar á aðalfundi FEB 6. maí 2021

Í framboði til stjórnar/varastjórnar FEB voru 16 félagsmenn Atkvæði greiddu 139 Gild atkvæði voru 135 Ógild atkvæði voru 4 Til tveggja ára í aðalstjórn voru kjörnir: Ingibjörg Óskarsdóttir með 112 atkvæðum Ólafur Örn Ingólfsson með 104 atkvæðum Geir Guðsteinsson með 82 atkvæðum Til eins árs í varastjórn voru kjörnir: Finnur Birgisson með 77 atkvæðum Halldór…

Framboð til stjórnar FEB 2021

Uppstillinganefnd FEB 2021 hefur lokið störfum. Nefndinni bárust 16 framboð til stjórnar. Tillaga nefndarinnar er, að á aðalfundi FEB þann 29. apríl 2021 fari fram kosning til stjórnar um öll sem í framboði eru. Fyrir í stjórn, kosnir 2020 til tveggja ára. Ingibjörg Sverrisdóttir Formaður Kári Jónasson Sigurbjörg Gísladóttir Viðar Eggertsson Í framboði til stjórnar:…