Category Archives: Fréttir

Ný spænskunámskeið að hefjast

Vegna mikillar eftirspurnar verður boðið upp á ný spænskunámskeið nú á vorönn 2025. Fyrstu tímarnir verða mánudaginn 24. febrúar og þeir síðustu 6 vikum seinna eða fimmtudaginn 3. apríl. Eins og áður er um að ræða þrjú getustig: Spænska 1 er ætluð byrjendum (mán. og miðv.d. kl. 9:00-10:30) Spænska 2 er ætluð þeim sem eitthvað…

Tillögur að lagabreytingu fyrir aðalfund FEB 27. febrúar 2025

Þrjár tillögur hafa borist að breytingum á lögum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni fyrir aðalfund félagsins árið 2025. Tillögur eitt og tvö: Aðalfundur FEB 2025 Tvær tillögur að breytingum á lögum félagsins Um kosningarétt og kjörgengi til stjórnar a) Við gr. 3.2 bætist setningin: Kjörgengi og kosningaréttur á aðalfundi miðast við þau sem…

Framboð til stjórnar FEB 2025

Uppstillingarnefnd hefur lokið störfum. Nefndinni bárust 17 framboð til stjórnar. Tillaga nefndarinnar er, að á aðalfundi FEB þann 27. febrúar 2025 fari fram kosning til stjórnar um öll sem í framboði eru. Frambjóðendur til stjórnar FEB 2025 eru í stafrófsröð: 1.  Ari Karlsson 2.  Árni Gunnarsson 3.  Ástrún Björk Ágústsdóttir 4.  Bjarney Kristín Ólafsdóttir 5. …

Vorferð til Prag dagana 11. til 15 maí á vegum FEB-ferða

FEB-ferðir í samvinnu við ferðaskrifstofuna Betri ferðir bjóða upp á fjögurra nátta vorferð til Prag dagana 11. til 15. maí 2025. Boðið verður upp á kynningarfund um ferðina í sal FEB í Stangarhyl 4, fimmtudaginn 13. febrúar kl. 17:00. Flogið er með Play og gist á Michelangelo Grand Hotel (5*). Prag er einstaklega glæsileg, borg…

Óskað eftir framboðum félagsmanna til setu í stjórn FEB

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík, FEB, fyrir árið 2025 verður í Ásgarði, sal félagsins í Stangarhyl 4 þann 27. febrúar nk. kl. 14:00. Uppstillingarnefnd félagsins er að störfum skv. 10. gr. laga félagsins. Nefndin óskar eftir uppástungum/tillögum og framboðum áhugasamra félagsmanna í eftirtalin trúnaðarstörf fyrir félagið: I. Félagsmenn til setu í stjórn félagsins. Kosið…

Aðalfundur FEB 2025 verður haldinn 27. febrúar

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) verður haldinn í Ásgarði, sal FEB Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, fimmtudaginn 27. febrúar 2025, kl. 14:00. Tillögur og erindi sem leggja á fyrir fundinn skulu hafa borist stjórn félagsins skriflega minnst einni viku fyrir aðalfund. Tillögur uppstillingarnefndar um fólk í stjórn munu liggja frammi á skrifstofu…