Þann 10. janúar hefjast spænskunámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Eins og áður verður það hinn eini og sanni Kristinn R. Ólafsson sem kennir. Hann mun taka fyrir framburð og nokkur undirstöðuatriði í málfræði en með aðaláherslu á talað mál og orðaforða. Námskeiðunum verður skipt upp í þrjá hópa: – Spænska 1 er ætluð byrjendum…
Category Archives: Fréttir
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar í samvinnu með FEB, býður félagsmönnum upp á frítt þriggja daga námskeið í tæknilæsi í byrjun janúar 2022. Hægt er að koma með eigin tæki eða fá lánað á staðnum. Eingöngu er um að ræða spjaldtölvunámskeið (ath. snjallsími er í raun lítil spjaldtölva) þar sem farið er yfir grunnþætti í notkun á Android…
Jú FEB og ný námskeið á glænýju ári 😊 Í byrjun árs hefjast fjögur ný námskeið hjá FEB og því til mikils að hlakka 4. janúar 2022 byrja eftirfarandi námskeið: Zumba Gold námskeið Dans og leikfimi sem notar svipaða uppbyggingu og Zumba Fitness, en breytir danssporunum og lækkar hraðann, sem hentar betur dönsurum sem eru…
Maðurinn er félagsvera sem þarfnast samskipta við annað fólk. Einmanaleiki er tilfinning sem kemur fram þegar skortur er á félagslegum tenglsum. – Gunnar Dal Vegna ýmissa ástæðna þá hafa félagsleg tengsl fólks minnkað og einmanaleiki í samfélaginu aukist ár frá ári. Það var árið 2016 sem Rauði krossinn hrinnti af stað verkefninu Símavinir í þeim…
Loksins fáum við tækifæri til að halda okkar sívinsælu sviðaveislu aftur, en hún fer fram í sal félagsins í Stangarhyl 4, laugardaginn 6. nóvember. Húsið opnar kl. 11.30 en borðhald hefst kl. 12.00. Múlakaffi töfrar fram svið, sviðasultu og með því. Snillingarnir Hilmar Sverrisson og Ari Jónsson sjá um tónlistaratriði. Svo verður spennandi að sjá…
ATH skráningu lýkur föstudaginn 8. okt. kl. 14. Dagana 18. til 21. október munum við halda afar áhugavert fjögurra daga námskeið (gist 3 nætur) á Bifröst og í samvinnu við skólann þar. Þema námskeiðsins kemur fram í heitinu sem er Spánn – tungumál og menning, en einnig verður fræðsla um heilaheilsu og þjálfun hugans. Margrét…