Category Archives: Fréttir

Leiguíbúðir fyrir félagsmenn FEB

Eitt af lögbundnum hlutverkum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) er að vinna að úrbótum í húsnæðismálum eldri borgara. Árið 2018 gerðist FEB stofnaðili að Leigufélagi aldraðra (LA). Leigufélag aldraðra hefur þann tilgang að byggja eða kaupa, eiga og hafa umsjón með rekstri og viðhaldi almennra leiguíbúða, sbr. lög nr. 52/2016, um almennar…

Bókmenntahópur FEB

Ef samkomutakmarkanir leyfa munum við byrja aftur með bókmenntahóp FEB, miðvikudaginn 9. febrúar Nú á vorönn 2022 fara fyrstu tveir tímarnir í að ræða sjálfsævisögu austurríska gyðingsins Stefáns Zweig, Veröld sem var en sem viðfangsefni í mars er á áætlun að taka fyrir bók Böðvars Guðmundssonar, Enn er morgunn. Hún er efnislega skemmtilegt framhald af…

Frétt af baksíðu Morgunblaðsins fimmtudaginn 6. janúar 2022

Frétt eftir Steinþór Guðbjartsson (steinthor@mbl.is), sem okkur er ljúft að endurbirta Opnar nýjan glugga að Íslendingasögum. Baldur Hafstað með fornsagnanámskeið hjá FEB. Baldur Hafstað, fyrrverandi prófessor í íslensku við Kennaraháskóla Íslands, hefur séð um tíu vikna fornsagnanámskeið fyrir og eftir jól hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni undanfarin sjö ár. Nú fyrir jólin…

Örfá sæti laus á FEB námskeiðin sem eru að hefjast þessa dagana

Byrjendanámskeið á spjaldtölvur: Enn eru nokkur sæti laus á þessi 3 daga fríu tæknilæsis námskeið sem hefjast hér hjá FEB þann 10. janúar. Um er að ræða tvö aðskilin námskeið þar sem farið er yfir grunnþætti í notkun á Android spjaldtölvum annars vegar og Apple spjaldtölvum hins vegar. Jafnframt eru nokkur sæti laus á námskeið…

Opnunartími yfir hátíðarnar

Skrifstofa FEB verður lokuð yfir hátíðarnar frá og með Þorláksmessu 23. desember til sunnudagsins 2. janúar 2022. Opnum hress aftur mánudaginn 3. janúar kl. 10.00. Starfmenn og stjórn FEB þakka félagsmönnum einkar ljúf samskipti á árinu sem er að líða og óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra, gleðilegra jóla, farsældar og friðar á komandi ári