Category Archives: Fréttir

FEB-ferðir kynna: Á Njáluslóðir með Guðna Ágústssyni þann 14. júlí

Undanfarin ár hefur þess ferð fengið afbragðs góða dóma! Um er að ræða dagsferð þar sem Guðni Ágústsson leiðir okkur á slóðir Hallgerðar Langbrókar og Njálsbrennu. Fyrsti viðkomustaður í Laugardælakirkju austan við Selfoss. Þar verður sagt frá Bobby Fischer. Þaðan verður haldið að Odda á Rangárvöllum, áður en komið er í Hótel Fljótshlíð í Smáratúni,…

Suðurland 7. júlí – spennandi dagsferð – Hellarnir við Ægissíðu, Flúðir, Skálholt, Laugarvatn

Áhugaverð nýjung hjá FEB-ferðum Ekið austur um Þrengslin til Hellu þar sem hellarnir við Ægissíðu verða heimsóttir. Í hellunum má t.d. finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti. Leyndardómur umlykur hellana og öldum saman hefur fólk velt fyrir sér hvort hellarnir séu gerðir af pöpum og hve gamlir þeir séu. Þá verður…

Langar þig ekki að koma í notalega dagsferð á Suðurnesin með FEB-ferðum núna 24. maí?

Brottför frá Stangarhyl 4, kl. 9.00. Fyrsta stopp er hjá Kapellunni í Straumsvík en síðan liggur leiðin um Vatnsleysuströnd til Keflavíkur þar sem skoðaðir eru áhugaverðir staðir. Stoppað í safninu í Garði og hádegismatur snæddur í framhaldinu. Þá er ferðinni heitið m.a. í Hvalsneskirkju, Hafnir, Reykjanes og Gunnuhver ásamt fleiri spennandi stöðum. Stoppað í Grindavík…

Húsavík , Ásbyrgi , Dettifoss, Mývatnssveit og Akureyri = Demantshringurinn

Nú er komið að  FEB-ferðunum okkar– ætlar þú ekki að koma með? Ein af þessum skemmtilegu ferðum er Demantshringurinn sem farinn verður dagana 27. til 28. júní. Flogið verður snemma morguns til Akureyrar og þaðan ekið til Húsavíkur þar sem tekin verður skoðunarferð um staðinn. Þá er haldið fyrir Tjörnes í Ásbyrgi þar sem í…

Fjársvik á netinu – fræðsla

Fimmtudaginn 12. maí mun Landsbankinn og FEB bjóða félagsmönnum upp á fræðslufyrirlestur um helstu hætturnar þegar kemur að fjársvikum á netinu Til FEB mætir Brynja María Ólafsdóttir sérfræðingur í Regluvörslu Landsbankans og fer yfir hvers konar aðferðum og tækni svikarar beita til að ná til fólks og hverju þarf að vera vakandi yfir. Hún hefur…

FEB lokað í dag 3. maí

Skrifstofa FEB er lokuð í dag 3. maí vegna landsfundar LEB sem haldinn er í Hraunseli, félagsheimili Félags eldri borgara í Hafnarfirði að Flatahrauni 3. Athugið beint streymi er frá landsfundinum á heimasíðu og Facebooksíðu LEB. Skrifstofa FEB opnar aftur kl. 10:00 á morgun miðvikudag. Stjórnendur FEB