Gleðilegt nýtt ár kæru félagsmenn, viljum vekja athygli á þeim námskeiðum sem eru að hefjast hjá FEB næstu daga: Þriðjudaginn 10. janúar hefjast ný námskeið í leikfiminni „Sterk og liðug“ og í dansleikfiminni Zumba Gold. Mánudaginn 16. janúar byrja námskeiðin í spænsku að nýju. Föstudaginn 20. janúar hefjast ný námskeið í Íslendingasögum. Á vorönn 2023…
Category Archives: Fréttir
Skrifstofa FEB verður lokuð yfir hátíðarnar frá og með Þorláksmessu 23. desember til sunnudagsins 1. janúar 2023. Opnum aftur mánudaginn 2. janúar kl. 10:00 hress og kát. Starfsmenn og stjórn FEB þakka félagsmönnum einkar ljúf samskipti á árinu sem er að líða og óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra, gleðilegra jóla, farsældar og friðar á komandi…
Hún Tanya nýtir öll tækifæri til brjóta upp hversdagsleikann og hefur einstakt lag á að gera alla Zumba og leikfimitíma ársins skemmtilega. Það var ótrúlegt fjör í jólatímunum í morgun (þriðjudaginn 29. nóv.) – svo mikið að það áttu allir inni að fá sér kökur og kræsingar á eftir. Borðin svignuðu undan góðgæti þátttakenda og…
Allir að taka frá fimmtudagssíðdegið þann 8. desember því þá ætlum við að gera okkur dagamun og bjóða upp á notalega aðventustund með bókmenntaívafi. Við fáum til okkar hann Hallgrím Helgason rithöfund til að fjalla um bækur sínar Sextíu kíló af sólskini og Sextíu kíló af kjaftshöggum, kór FEB kemur og syngur nokkur jólalög og…
Grein eftir Kára Jónasson sem birtist í Fréttablaðinu 16. nóvember 2022 Enn á ný hafa fulltrúar verkalýðshreyfingar og vinnumarkaðsins sest að samningaborðinu til að semja um kaup og kjör. Það er talað um að þeir séu nú að semja fyrir meira en 100 þúsund manns. Á næstunni fara svo væntanlega í gang viðræður milli ríks…
Langar þig í matarklúbb með öðrum körlum? Langar þig að læra að elda einfaldan íslenska mat? Hefur þú lítið stuðningsnet og/eða ert óvanur að elda? Eða langar þig bara að koma og vera með? Þá er matarklúbbur FEB fyrir karlmenn 60+ eitthvað fyrir þig! Þú þarft ekki að hafa reynslu af matseld til að taka…