Category Archives: Fréttir

Framboð til stjórnar FEB 2023

Uppstillingarnefnd hefur lokið störfum. Nefndinni bárust sjö framboð til stjórnar. Tillaga nefndarinnar er, að á aðalfundi FEB þann 2. mars 2023 fari fram kosning til stjórnar um öll sem í framboði eru. Frambjóðendur til stjórnar FEB árið 2023 eru í stafrófsröð: Árni Gunnarsson Ástrún Björk Ágústsdóttir Birgir Finnbogason Geir A. Guðsteinsson Ingibjörg Óskarsdóttir Stefanía Valgeirsdóttir…

Tilkynning til félagsmanna FEB

Vegna aðalfundar FEB árið 2023, sem haldinn verður  í Ásgarði sal félagsins í Stangarhyl 4, 2. mars nk. kl. 14:00 Uppstillingarnefnd félagsins er að störfum samkvæmt 10. gr. laga félagsins. Nefndin óskar eftir uppástungum/tillögum um áhugasama félagsmenn til setu í stjórn félagsins. Tillögur þar um berist félaginu í tölvupósti feb@feb.is fyrir lok dags 13. febrúar…

Aðalfundur FEB fimmtudaginn 2. mars

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) verður haldinn í Ásgarði, sal FEB Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, fimmtudaginn 2. mars, kl. 14:00. Tillögur og erindi sem leggja á fyrir fundinn skulu hafa borist stjórn félagsins skriflega minnst einni viku fyrir aðalfund. Tillögur uppstillingarnefndar um fólk í stjórn munu liggja frammi á skrifstofu félagsins…

Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?

Grein eftir Þorbjörn Guðmundsson formann kjarnefndar LEB sem birtist í Kjarnanum 11. janúar 2023 Formaður kjaranefndar Landssambands eldri borgara segir að endurmeta þurfi leiðir og baráttuaðferðir til að tryggja velferð og kjör eldri borgara í íslensku samfélagi. Nú er árið 2022 að baki og 2023 hafið með nýjum tækifærum og áskorunum. Nú er rétti tíminn…

Matarklúbbur FEB fyrir karlmenn 60+ sló í gegn fyrir áramót. Nýr hópur byrjar 30. janúar

Langar þig í matarklúbb með öðrum körlum? Langar þig að læra að elda einfaldan íslenska mat? Hefur þú lítið stuðningsnet og/eða ert óvanur að elda? Eða langar þig bara að koma og vera með? Þá er matarklúbbur FEB fyrir karlmenn 60+ eitthvað fyrir þig! Þú þarft ekki að hafa reynslu af matseld til að taka…

Langar þig í söguferð til Færeyja?

Í framhaldi af fornsagnanámskeiðunum haustið 2022 verða farnar tvær fimm daga vorferðir til Færeyja í maí 2023, en í þessar ferðir eru allir áhugasamir velkomnir – ekkert skilyrði að hafa setið námskeiðið. Um er að ræða tvær eins söguferðir með mismunandi dagsetningum þar sem gist verður í fjórar nætur á Hótel Hafnia í miðbæ Þórshafnar….