Bókmenntahópur Jónínu.
Bókaklúbbur FEB hefst að nýju fimmtudaginn 26. sept. Byrjað verður á að lesa nýjustu bók Bergsveins Birgissonar, Lifandi lífslækur. Umræðum stýrir sem fyrr Jónína Guðmundsdóttir.
Þessi bók Bergsveins gerist árið 1784, á miklum örlagatíma í sögu þjóðarinnar. Skaftáreldar eru nýafstaðnir, Móðuharðindin eru að ganga af öllum dauðum og danski kóngurinn gerir út sendimann sinn til að kanna ástandið á Íslandi. Sendimaðurinn er sá sem miðlar sýn höfundar og dregur upp samfélagsmynd. Spennandi saga sem sameinar skáldskap og fræðimennsku. – Þessi saga verður umræðuefni í september og október. Efni nóvembertíma verður ákveðið síðar.
Tímarnir verða kl. 13:00 – 15:00 í Stangarhylnum. ATh. breyttur tími.
Skráning í síma 588 2111 eða með tölvupósti. Verð 2.500 kr.
Allir velkomnir.