Ef samkomutakmarkanir leyfa munum við byrja aftur með bókmenntahóp FEB, miðvikudaginn 9. febrúar
Nú á vorönn 2022 fara fyrstu tveir tímarnir í að ræða sjálfsævisögu austurríska gyðingsins Stefáns Zweig, Veröld sem var en sem viðfangsefni í mars er á áætlun að taka fyrir bók Böðvars Guðmundssonar, Enn er morgunn. Hún er efnislega skemmtilegt framhald af Veröld sem var.
Leiðbeinandi: Jónína Guðmundsdóttir
Uppbygging námskeiðs: Þrjú skipti í senn, miðvikudagana 9. febrúar, 23. febrúar og 23. mars frá kl. 13.00 – 15.00
Staðsetning: Stangarhylur 4
Hvetjum þig til að vera með.
Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is