Bókmenntaklúbburinn hittist næst fimmtudaginn 30. janúar, kl. 13:00 – 15:00. Í þessum tíma verður rædd bókin Í barndómi eftir Jakobínu Sigurðardóttur. Fjallað er um uppvaxtarár Jakobínu í Hælavík á Hornströndum á 2. og 3. áratug síðustu aldar. Þetta er minningabók um fólk og bæ fjarlægrar bernsku. Umræðum stýrir Jónína Guðmundsdóttir.
Author Archives: johanna
Sterk og liðug er námskeið fyrir konur og karlmenn 60 ára og eldri. Tímarnir verða sérsniðnar að þátttakendum og þörfum þeirra. Við byrjum á léttri upphitun og og við tekur einföld leikfimi til að örva blóðrásina og auka liðleika. Eftir það gerum við rólegar styrkjandi æfingar með það sem markmið að rétta úr bakinu, bæta…
ÍSLENDINGASÖGUR, Námskeið um Eyrbyggja sögu hefst föstudaginn 17. Janúar og stendur í tíu vikur, til 20. mars. Kl. 13 -15 með kaffihléi og ef næg þátttaka fæst verður bætt við námskeiði kl. 10 -12 sömu daga. Eyrbyggja, er kraftmikil saga um stórbrotna karla og konur, og nægir þar að nefna Snorra goða á Helgafelli og…
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) hefur fengið fyrirspurnir frá félagsmönnum sínum vegna auglýsingar um Færeyjaferð frá nýstofnaðri Ferðaskrifstofu eldri borgara sem birtist um síðustu helgi. FEB vill af þessu tilefni taka fram að þessi nýstofnaða ferðaskrifstofa er ekkert á vegum Félags eldri borgara i Reykjavík og nágrenni, er ekki í neinu samstarfi…
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla með þökk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. Skrifstofa félagsins verður lokuð á milli jóla og nýjárs. Opnum aftur annan janúar kl. 10.00
Sunnudaginn 22. desember fá handhafar Rauða Menningarkortsins 67+ 25% afslátt af veitingum á Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum.