Skák í Stangarhylnum alla þriðjudaga kl. 13.00. Mætum öll sem peði getað valdið.
Author Archives: johanna
FEB hefur tekið að sér sölu og umsjón með hinum geysi vinsælu Aðventuferðum eldri borgara sem Emil Guðmundsson og Icelandair hafa skipulagt um árambil í samstarfi við Hótelbókanir. Ferðirnar verða tvær, 18. – 21. nóvember og viku síðar, eða 25. – 28. nóvember.
Brottför úr Stangarhyl 4 fyrir þá sem ætla með rútu er kl. 4.15 að morgni 9. maí. Glæsileg ferð til Pétursborgar með viðkomu og skoðun á Helsinki. Sama verð ár eftir ár.
Ellert B. Schram, formaður FEB Félag eldri borgara í Reykjavík: „Ég hugsa að þetta sé nú einhver ólga í þjóðfélaginu að það séu aðrar ýmsar ástæður að svona mörg framboð komi.“ Ellert bendir ennfremur á að á næstu árum eigi fólki eftir að fjölga sem komið er á aldur og það þurfi að gera ráð…
„Ein sjö framboð lýstu yfir miklum áhuga á því að starfa með félaginu að uppbyggingu gagnvart eldri borgurum,“ sagði Gísli, og að framboðin sjö hefðu verið Samfylkingin og Vinstri græn, Miðflokkurinn, Þjóðfylkingin, Alþýðufylkingin, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn.
„Þetta var upplýsandi fundur og tilgangur hans var að fá frambjóðendur til að kynna mál og málefni fyrir eldri borgara,“ segir Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík, en félagið stóð í morgun fyrir fundi með forystumönnum framboðanna í Reykjavík ásamt Gráa hernum og Samtökum aldraðra .