Vekjum athygli á að sumartilboð Bílabúðar Benna sem kynnt var félagsmönnum FEB í síðasta mánuði gildir til / rennur út 30. júní n.k. Til að rifja aðeins upp, þá fólst í tilboðinu ákveðinn afsláttur á SsangYong sportjeppunum, Korando og Tivoli auk eldneytiskorts að andvirði 50 þúsund krónur, sem virkjast þegar gengið er frá kaupum.
Author Archives: johanna
Ef þú ert ekki nú þegar félagsmaður í FEB er hægt að bæta snarlega úr því HÉR
Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur í miðborg Reykjavíkur þann 17. júní. Dagskráin er fjölbreytt með skrúðgöngum, tónleikum og fleiru og má skoða hana HÉR Minnum janframt á sunnudagsdansleikinn á sínum hefðbundna tíma kl. 20.00 hér í Ásgarði, Stangarhyl 4.
Margir hafa spurt um Færeyjaferð. Því höfum sett upp ferð til Færeyja 24. – 30. október 2018. Farið verður með Steinþóri Ólafssyni sem skipulagði Norðurlandaferðina fjölbreyttu, í rútu frá Reykjavík og siglt með Norrænu. Gisting á Hótel Hafnia í fjórar nætur.
Sem fyrr vonast félagið til að eiga gott samstarf við komandi borgarfulltrúa svo og aðra fulltrúa sveitastjórna í hvaða flokki sem þeir eru. Minnum jafnframt á loforð og að orð eru ekki sama og athafnir. FEB er sem fyrr tilbúið til samstarfs og að láta til sín taka og býður sem fyrr, fram þjónustu sína…
Ágætu félagsmenn „Sumarið er tíminn“ söng Bubbi og syngur enn. Við vonum svo sannarlega að tími sumars sé loksins runninn upp hér í Reykjavík og nágrenni. Af því tilefni er ekki úr vegi að fara yfir ferðir á vegum félagsins nú í sumar.