Ágæti þingmaður Svona um hásumarið þegar allt liggur í dróma, leyfum við okkur að rjúfa kyrrðina og benda ykkur og þjóðinni á nokkrar staðreyndir – en bara ein á dag, svo enginn verði nú fyrir áfalli………. 70% ellilífeyrisþega hafa 305 þús. kr. á mán. eða minna til ráðstöfunar eftir skatt, og 30% þeirra hafa innan…
Author Archives: johanna
Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sem vann skýrslu fyrir FEB í lok síðasta árs, gerir HÉR grein fyrir tillögum sínum um kerfisbreytingar í málefnum aldraðra. Birt með leyfi höfundar.
Minnum á að gönguhópurinn okkar fer aldrei í frí og er gengið alla miðvikudaga allan ársins hring kl. 10.00. Kaffi og rúnstykki á eftir. Allir eru velkomnir með.
Ef þú ert ekki nú þegar félagsmaður í FEB er hægt að bæta snarlega úr því HÉR
Er rétt að kalla lífeyri aldraðra frá almannatryggingum bætur? Ég tel ekki. Þetta er lífeyrir. Einnig mætti kalla þetta laun, a.m.k. eftirlaun. Bætur er ekki réttnefni. Aldraðir, sem komnir eru á eftirlaun, hafa greitt skatta til ríkisins alla sína starfsævi. Þeir hafa greitt til almannatrygginga og eiga rétt á lífeyri eða eftirlaunum frá almannatryggingum. Þegar…
Reykjanes – falin perla – dagsferð 24. ágúst – laus sæti Ferð í Fjörðu, Flateyjardal 12. – 15. ágúst – fullbókað / biðlisti Fjallabaksleið nyrðri 21. ágúst – fullbókað / biðlisti Færeyjar 24. – 30. október – vegna sérlega hagstæðra samninga hefur FEB náð besta verði sem hægt er að fá í slíka ferð með nánast…