Markmið er skemmtun, golf, fræðsla og upplýsandi kynning á svæðinu og að búa á Spáni til lengri eða skemmri tíma. Flogið til Alicante og keyrt á Costa Blanca svæðið. Spánarheimili og FEB kynna samstarf um aðstoð við félagsmenn FEB um leiðsögn og ráðgjöf við fasteignakaup á Spáni og leigu fasteigna til bæði lengri tíma og…
Author Archives: johanna
Ljóðahópur Jónínu byrjar fimmtudaginn 20. sept. og verður með sama sniði og undanfarin ár. Fyrsti tími söguhópsins verður fimmtudaginn 27. september kl. 14.00. Þá verður „Skáldsagan um Jón“ eftir Ófeig Sigurðsson tekin til umræðu. Sagan er lögð í munn Jóns Steingrímssonar eldklerks. Jónína Guðmundsdóttir stýrir umræðum.
Íslendingasögur hefjast í Stangarhyl 4 föstudaginn 21. sept. kl. 13.00. Leiðbeinandi sem fyrr Baldur Hafstað. Enn er pláss í góðum hópi.
Ef þú ert ekki nú þegar félagsmaður í FEB er hægt að bæta snarlega úr því HÉR
Þéri félagar, Garðar og Finnur ásamt félögum í stjórn klúbbsins flauta til leiks kl. 13.00, þriðjudaginn 4. sept. Nú styttist í að menn verða mátaðir. Bara að mæta og vera með. Ekkert fát þótt þú verðir mát.
Ágæti félagsmaður Nú er það heilsan og hreyfingin – það sem er í boði hjá félaginu.