Ágæti félagsmaður Félagsstarfið fer vel af stað Dagleg félagsstarfsemi FEB fer vel af stað og mikil og góð þátttaka í öllu starfi. Áhersla er á hreyfingu og þá bæði með hinum ýmsu námskeiðum í salnum og gönguhópnum sem gengur frá Stangarhylnum og sest svo í kaffi og spjall á eftir. Hér má sjá dagskrá starfs…
Author Archives: johanna
Bókmenntahópurinn undir leiðsögn Jónínu Guðmundsdóttur byrjar sitt starf aftur á morgun fimmtudag. Bara að mæta, taka þátt og njóta.
Gönguhópur fer frá Stangarhylnum kl. 10.00. Kaffi, rúnstykki og spjall á eftir.
Í gær 24. sept. 2018 lagði Flokkur fólksins fram þingályktunartillögu um að skattfrelsismörk hækkuðu í 300 þús. kr. Það þýðir 106.387 kr. persónufrádráttur. Fyrsti flutningsmaður er dr. Ólafur Ísleifsson og er tillagan unnin að hans frumkvæði. HÉR má sjá ályktunina.
Þátturinn Lífið er lag – hagsmunir eldri borgara hefur göngu sína á ný á sjónvarpsstöðinni Hringbraut 25. september kl. 20.30 og verða sýndir vikulega fram í desember. Þáttastjórnandi er sem fyrr Sigurður K. Kolbeinsson. Efni þáttanna er unnið í fullu samráði við FEB. Hver þáttur mun birtast nokkrum sinnum á stöðinni og verða aðgengilegur HÉR…
Smellið HÉR til að skoða dagskrá félagsstarfsins hjá FEB Hér koma ekki fram einstaka viðburðir, ferðalög og eða annað starf eins og byggingarmál á vegum félagsins.