Liðlega 200 manns komu á Kjarvalsstaði í dag til að kynna sér rauða Menningarkortið 67+ í dag. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, staðgengill borgarstjóra, kynnti nýja kortið og Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, flutti stutta ræðu. Nýtt fyrirkomulag tók gildi þann 1. júlí s.l.. Fyrir þá sem ekki þekkja til Menningarkorts Reykjavíkur…
Author Archives: johanna
Næsta miðvikudag 10. júlí verður gengið frá Korpúlfsstöðum í Mosfellsbæ. Kaffistaður Bakaríið Mosfellsbæ.
Ágæti félagsmaður í FEB – Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Menningarkort 67+ Þér er boðið á kynningu á nýju Menningarkorti Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum þann 10. júlí n.k. kl. 14.00
Hugmyndasmiðja Velferðarsvið Reykjavíkurborgar vinnur að endurskipulagningu á félagsstarfi eldri borgara í samræmi við væntingar og þarfir komandi kynslóða. Við óskum því eftir fólki á aldrinum 60 til 70 ára sem vill koma með hugmyndir um hvað það vill geta gert í borginni þegar það hættir að vinna og hefur meiri tíma til að njóta.
FEB stendur fyrir glæsilegri golfferð fyrir félaga í FEB dagana 13.-20. október n.k. Flogið verður á hentugum tímum með brottför frá Keflavík sunnudaginn 13. október kl. 8.30 og lent á Alicante flugvelli kl. 15.00. Brottför til baka viku síðar kl. 15.50 og lent í Keflavík kl. 18.30. Leikið á 4 völlum alls. Aðeins 30 sæti…
Næstu ferð FEB 2. júlí Vestmannaeyjar – brottför frá Stangarhylnum kl. 8.00.