Hin sívinsæla sviðaveisla FEB verður haldin í sal félagsins í Stangarhyl 4, laugardaginn 11. nóv. frá kl. 12:00 -14:00. Húsið opnar kl. 11:30 en borðhald hefst kl. 12:00. Það er Veislulist sem töfrar fram sviðakjamma, sviðasultu, saltkjöt og með því. Örn Árnason, leikari og skemmtikraftur mætir á svæðið og skemmtir félagsmönnum af sinni alkunnu snilld….
Author Archives: dyrleifgud
Langar þig í matarklúbb með öðrum körlum? Langar þig að læra að elda einfaldan mat? Hefur þú lítið stuðningsnet og/eða ert óvanur að elda? Eða langar þig bara að koma og vera með? Þá er matarklúbbur FEB fyrir karlmenn 60+ eitthvað fyrir þig! Þú þarft ekki að hafa reynslu af matseld til að taka…
Langar þig að prófa eitthvað nýtt? Gæti Ballett Fitness fyrir 60+, verið eitthvað fyrir þig? Ballett Fitness er nýung hjá FEB, en við höfum prufukeyrt þessa tíma frá því í ágúst s.l. og eru þátttakendur hreint út sagt yfirmáta ánægðir. En við þurfum fleiri þátttakendur til að geta haldið þessum tímum áfram. Ballett Fitness er…
FEB vill vekja athygli á málþingi sem LEB – Landssamband eldri borgara stendur fyrir um kjör eldra fólks mánudaginn 2. október kl. 13.00 – 16.00 á Hilton Reykjaví Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík. Málþingið fer fram í fyrirlestrarsal 1. hæð. Ókeypis aðgangur og öllum opið meðan húsrúm leyfir. Málþinginu verður streymt á vef LEB www.leb.is…
Fáar borgir eru jafn fallegar í jólafötunum og Berlín. Borgin er skrýdd yndislegu jólaskrauti, ljósum og alls staðar er minnt á komu jólanna. Jólatónleikar eru um alla borg í kirkjum, konserthúsum og Berlínar Philharmoníunni. Elsta jólahefð í heimi, jólamarkaðirnir eru víða með sinn jólavarning, jólavín (Gluhwein) og hunangskökur. FEB-ferðir í samvinnu við ferðaskrifstofuna Betri Ferðir…
Mánudaginn 30. október hefjast ný 6 vikna spænskunámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Eins og áður verður það hinn eini og sanni Kristinn R. Ólafsson sem kennir. Hann mun taka fyrir framburð og nokkur undirstöðuatriði í málfræði en með aðaláherslu á talað mál og orðaforða. Námskeiðunum verður skipt upp í þrjá hópa: – Spænska 1 Ætluð byrjendum – (mánud. kl.10:45-12:15…