Author Archives: dyrleifgud

Framboðum til stjórnar FEB 2024, fjölgar um eitt

Eftir að uppstillingarnefnd FEB lauk störfum hefur framboðum til stjórnarkjörs á aðalfundi félagins 21. febrúar n.k. fjölgað um eitt. Auk þeirra frambjóðenda til stjórnar FEB sem uppstillingarnefnd kynnti í frétt hér á heimasíðu FEB þann 7. febrúar s.l. hefur Kristján E. Guðmundsson boðið sig fram. Kynning á frambjóðendum til formanns og stjórnar FEB 2024 mun…

Erindi lagt fyrir aðalfund FEB 2024

„12/2 ´24 Aðalfundur FEB árið 2024 samþykkir að beina því til stjórnar FEB, að hún beiti sér fyrir því að ríkisstjórnin láti fara fram vandaða opinbera úttekt á því hvernig baráttan gegn COVID-faraldrinum tókst á Íslandi. Slíkar úttektir hafa verið gerðar á hinum Norðurlöndunum, enda mikilvægt að læra af reynslunni, vegna þess að vitað er…

Tillaga að lagabreytingu fyrir aðalfund FEB 21. feb. 2024

Aðalfundur FEB 21. febrúar 2024 Tillaga laganefndar að breytingum á grein 7.6 í lögum félagsins Grein 7.6 nú/fyrir breytingu: 7.6 Stjórnarfundi skal formaður eða framkvæmdastjóri boða tryggilega. Stjórnarfundur er lögmætur ef meirihluti stjórnar er viðstaddur. Boða skal varamenn, sem hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum en ekki atkvæðisrétt nema þeir taki sæti aðalmanns. Grein 7.6…

Framboð til formanns og stjórnar FEB 2024

Uppstillingarnefnd hefur lokið störfum. Nefndinni bárust 3 framboð til formanns og 7 framboð til stjórnar. Tillaga nefndarinnar er, að á aðalfundi FEB þann 21. febrúar 2024 fari fram kosning til formanns og stjórnar um öll sem í framboði eru. Frambjóðendur til formanns stjórnar FEB 2024 eru í stafrófsröð: 1. Borgþór S. Kjærnested 2. Sigurbjörg Gísladóttir…

Tilkynning til félagsmanna FEB

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík, FEB, fyrir árið 2024 verður í Ásgarði, sal félagsins í Stangarhyl 4 þann 21. febrúar nk. kl. 14:00. Uppstillingarnefnd félagsins er að störfum skv. 10. gr. laga félagsins. Nefndin óskar eftir uppástungum/tillögum og framboðum áhugasamra félagsmanna í eftirtalin trúnaðarstörf fyrir félagið. I. Formaður félagsins, kosinn til tveggja ára. II….