Author Archives: dyrleifgud

Zumba Gold og Sterk og liðug

Skráning hafin í ný 8 vikna námskeið sem hefjast 16. ágúst n.k. Ætlar þú ekki að vera með? Um er að ræða geysivinsæl námskeið þar sem leiðbeinandi er – eins og áður – engin önnur en Tanya Svavarsdóttir. Zumba Gold námskeið Dans og leikfimi sem notar svipaða uppbyggingu og Zumba Fitness, en breytir danssporunum og…

Gönguhrólfar FEB fara ekki í sumarfrí

Frá september og út maí fer vaskur hópur félagsmanna í gönguferðir frá Stangarhylnum á miðvikudagsmorgnum kl. 10:00. Um er að ræða mismunandi langar gönguferðir, fer eftir veðri og aðstæðum. Að göngu lokinni er komið við í sal FEB, sest niður og spjallað yfir kaffi og rúnstykki. Á sumrin breyta Gönguhrólfar hins vegar til og ganga…

„Þú ert Grettir …“

Pistill eftir Baldur Hafstað sem birtist í Morgunblaðinu 2. júlí 2022, tengist einni af hinum vinsælu FEB-ferðum okkar. Grettir er sá fornkappi sem okkur er kærastur. Stórskáldin hafa ort um hann ódauðleg ljóð og lagt út af sögu hans. Og þessa stöku kvað Stephan G. Stephansson í tilefni af sundi útlagans úr Drangey: Mörg er…

FEB-ferðir kynna: Á Njáluslóðir með Guðna Ágústssyni þann 14. júlí

Undanfarin ár hefur þess ferð fengið afbragðs góða dóma! Um er að ræða dagsferð þar sem Guðni Ágústsson leiðir okkur á slóðir Hallgerðar Langbrókar og Njálsbrennu. Fyrsti viðkomustaður í Laugardælakirkju austan við Selfoss. Þar verður sagt frá Bobby Fischer. Þaðan verður haldið að Odda á Rangárvöllum, áður en komið er í Hótel Fljótshlíð í Smáratúni,…

Suðurland 7. júlí – spennandi dagsferð – Hellarnir við Ægissíðu, Flúðir, Skálholt, Laugarvatn

Áhugaverð nýjung hjá FEB-ferðum Ekið austur um Þrengslin til Hellu þar sem hellarnir við Ægissíðu verða heimsóttir. Í hellunum má t.d. finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti. Leyndardómur umlykur hellana og öldum saman hefur fólk velt fyrir sér hvort hellarnir séu gerðir af pöpum og hve gamlir þeir séu. Þá verður…

Langar þig ekki að koma í notalega dagsferð á Suðurnesin með FEB-ferðum núna 24. maí?

Brottför frá Stangarhyl 4, kl. 9.00. Fyrsta stopp er hjá Kapellunni í Straumsvík en síðan liggur leiðin um Vatnsleysuströnd til Keflavíkur þar sem skoðaðir eru áhugaverðir staðir. Stoppað í safninu í Garði og hádegismatur snæddur í framhaldinu. Þá er ferðinni heitið m.a. í Hvalsneskirkju, Hafnir, Reykjanes og Gunnuhver ásamt fleiri spennandi stöðum. Stoppað í Grindavík…