Author Archives: dyrleifgud

Opnunartími FEB yfir hátíðarnar og jólakveðja

Skrifstofa FEB verður lokuð yfir hátíðarnar frá og með mánudeginum 23. desember til og með miðvikudeginum 1. janúar 2024. Opnum aftur fimmtudaginn 2. janúar kl. 10:00 hress og kát. Starfsmenn og stjórn FEB þakka félagsmönnum góð samskipti á árinu sem er að líða og óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra, gleðilegra jóla, farsældar og friðar á…

Endurtekinn fræðslufundur – Ertu að undirbúa starfslok eða ertu þegar hætt/hættur?

Lífeyrismál, starfslok og TR Vegna mikillar eftirspurnar ætlar FEB að endurtaka leikinn frá því í lok nóv. og bjóða félagsmönnum upp á aðra kynningu með Birni Berg Gunnarssyni um lífeyrismál. Kynningin verður haldin snemma árs 2025 eða þriðjudaginn 7. janúar nk. kl. 18:00 í sal félagsins í Stangarhyl 4. Með þessari tímasetningu er FEB að reyna að koma…

Er þín tekjuáætlun hjá TR rétt?

Við bendum lífeyrisþegum á að það er mjög mikilvægt að fara yfir tekjuáætlun sína frá TR og uppfæra í takt við hugsanlegar eða fyrirsjáanlegar breytingar. Til að tryggja að útreikningur TR á lífeyri sé sem réttastur þurfa þessar upplýsingar að liggja fyrir sem fyrst. Rétt og uppfærð tekjuáætlun kemur í veg fyrir að leiðrétta þurfi…

Að loknum Alþingiskosningum.

Úrslit úr ný afstöðnum kosningum voru um margt merkilegar. Áhugavert verður að fylgjast með hvað ný ríkisstjórn mun beita sér mikið í bættum lífskjörum eldri borgara. Hafandi í huga þau kosningaloforð sem þessir flokkar sem ætla að mynda ríkisstjórn héldu á lofti. LEB og FEB létu vel í sér heyra í kosningabaráttunni og lauk með…

Hátíð í bæ – Aðventustund FEB 2024

Mánudaginn 2. des. frá kl. 14:00 – 16:00 ætlum við í FEB að gera okkur dagamun og bjóða upp á notalega aðventustund með bókarkynningu og kórsöng. Við fáum til okkar í heimsókn þjóðfræðinginn og rithöfundinn  Benný Sif Ísleifsdóttur og ætlar hún að kynna nýjustu skáldsögu sína Speglahúsið, sem fjallar um þrjár konur á tveimur tímaskeiðum…

Fræðslufundur – Ertu að undirbúa starfslok eða ertu þegar hætt/hættur?

Lífeyrismál, starfslok og TR FEB hefur fengið Björn Berg Gunnarsson til að vera með kynningu fyrir félagsmenn á lífeyrismálum þann 25. nóv. nk. kl. 13:00 í sal félagsins í Stangarhyl 4 Við viljum öll hafa það gott fjárhagslega. Til að svo megi vera á lífeyrisaldri reynir á að teknar séu réttar ákvarðanir þegar lífeyrir er sóttur, mikilvægt er að…