Ertu að fara að ljúka störfum? Ertu ekki með á hreinu réttindi þín gagnvart Tryggingastofnun? Í þessum fyrirlestri TR er farið yfir allt það helsta sem gott er að vita áður en sótt er um ellilífeyri hjá TR. Hvernig sótt er um, hverjir eiga rétt, hvaða réttindi eru í boði og hvaða leiðir geta hentað….
Author Archives: admin
Nýja síðan er aðgengilegri, notendavænni og myndrænni en sú sem fyrir var og til þess gerð að hún þjóni félagsmönnum FEB betur. Síðunni er þannig stillt upp að nýjustu fréttirnar eru birtar efst og þar fyrir neðan er starfsemi félagsins skipt í þrjá grunnflokka: Hagsmuna- og réttindamál, félagsstarf og ferðalög. Undir hverjum grunnflokki eru síðan…
Hið árlega fornsagnanámskeið hefst föstudaginn 18. september og stendur í 10 vikur, allt til 20. nóvember. Stefnt er að því að hóparnir verði tveir, annar hópurinn frá kl. 10–12 og hinn frá kl. 13–15. Hægt er að færa sig milli hópa ef svo ber undir. Hinn nauðsynlegi kaffitími verður á sínum stað. Lesnar verða tvær…
Vegna mikillar eftirspurnar ætlum við að bæta við einni FEB ferð nú í september. Um er að ræða dagsferð á Suðurnesin fimmtudaginn 17. sept., með hádegismat í Duushúsi í Keflavík. Lagt er að stað frá Stangarhyl kl. 9:00 og reiknað með að koma til baka um kl. 18:00. Í leiðsögninni verður fléttað saman sögu þeirra…
Viljum minna á að enskunámskeið FEB hefjast næsta mánudag 7. september. Kennt er tvisvar í viku í 4 vikur í senn á mánudögum og miðvikudögum. Hægt er að velja um tvær tímasetningar kl. 12:30-14:00 og kl. 14:30-16:00. Umsjón hefur Margrét Sölvadóttir eins og áður og verðið er kr. 12.000. Endilega hafið samband í síma: 588…
Nú setjum við stefnuna á ferðirnar okkar um Suðurströnd og austur í Öræfi dagana 28. – 29. ágúst og um Suðurland á Njáluslóðir þann 3. september. Mikil aðsókn er í þessar ferðir en þó eru enn nokkur sæti laus. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband með því að senda okkur línu á feb@feb.is eða hringið í síma…
- 1
- 2