FEB í samvinnu við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar býður félagsmönnum upp á frían fyrirlestur um „ættfræðigrúsk á tölvuöld“ með vísunum í sögu og þróun íslensks samfélags á síðustu 150-200 árum. Skemmtileg og fróðleg stund um ættfræði á Íslandi þar sem fyrirlesari er Stefán Halldórsson.
Fyrirlesturinn tekur um eina klukkustund og verður haldinn í húsnæði FEB í Stangarhyl 4, þriðjudaginn 31. ágúst kl. 13:00.
Forskráning er nauðsynleg og fer skráning fram á skrifstofu FEB eða í gegnum síma 588 2111