Aðventuferðir til Kaupmannahafnar á vegum FEB

FEB hefur tekið að sér sölu og umsjón með hinum geysi vinsælu Aðventuferðum eldri borgara sem Emil Guðmundsson og Icelandair hafa skipulagt um árambil í samstarfi við Hótelbókanir.
Ferðirnar verða tvær, 18. – 21. nóvember og viku síðar, eða 25. – 28. nóvember.Íslensk fararstjórn frá upphafi til enda og sama vinsæla dagskráin sem verið hefur.
Dagskráin er eftirfarandi og gildir fyrir báðar ferðir; (4 dagar – 3 nætur)
Sunnudagur: Flogið er með Icelandair kl. 07:45 og lent á Kastrup flugvelli kl. 11:45 að staðartíma. Þaðan er ekið á Absalon Hotel þar sem dvalið verður næstu 3 nætur. Hótelið er vel staðsett og stutt að ganga að Tívolí, Ráðhústorgi og verslunum á Strikinu. Við innritun á hótelið afhendir fararstjóri aðgöngumiða að Tívoli sem nota þarf á þriðjudegi þegar farið í ,,julefrokost“ í Gröften.
Kl. 19:00 Kvöldverður á Restaurant Karla þar sem boðið eru upp á gómsætan danskan mat. Einn drykkur (öl/gos) innifalinn. Ekið verður í rútu frá Absalon kl. 18.45 en farþegar koma sér sjálfir til baka.  Veitingastaðurinn er í 15 mín. göngufæri eða 5 mín. með leigubíl.
Mánudagur: Kl. 09:45 er lagt af stað frá hótelinu að Ráðhústorginu þar sem við hittum Sigrúnu Gísladóttir sem fer með okkur í gönguferð um gömlu Kaupmannahöfn. Gengið um gamla bæinn, síðustu bústaðir manna eins og Jónasar Hallgrímssonar og Baldvins Einarssonar heimsóttir. Litið inn í Frúarkirkju, Háskólinn skoðaður ásamt Gamla Garði (Regensen), Sívalaturni, Grábræðratorgi, Hallarhólmanum og endað á Hvids Vinstue við Kongens Nytorv þar sem upplagt er að fá sér hressingu t.d. glögg og smörrebröd.  Frjáls dagskrá sem eftir lifir dagsins.
Þriðjudagur Kl. 09:30 er heimsókn í Jónshús þar sem staðarhaldari, Halla Benediktsdóttir, tekur á móti gestum og segir frá sögu hússins. Þar verður boðið upp á hressingu og að því loknu er ekið í “Fisketorvet “, en það er stórverslun, svipuð og Kringlan í Reykjavík. Það er um það bil 15 mín. göngutúr á hótelið, hver og einn dvelur þarna að vild, en þarna eru fjölmargir veitingastaðir og verslanir.   Kl. 19:00 er snæddur ekta danskur “julefrokost” í Tívolí á Restaurant Grøften, sem er í göngufæri frá Absalon Hotel.
Miðvikudagur: Kl. 11.30 er skráð út af Absalon Hotel en farangur geymdur á hótelinu.
Kl. 11:45 er ekið áleiðis að Nýhöfn þar sem farið verður í mjög skemmtilega siglingu um síkin þar sem saga jazzins er sögð og leikin af hljómsveit Michael Bøving og félaga hans. Frjáls dagskrá fram eftir degi en gestir komi sér sjálfir til baka á hótelið.   Kl. 17:00 er brottför frá hótelinu á Kastrup flugvöll en brottför er með Icelandair kl. 20:05 og lent í Keflavik kl. 22:25. 
Bókun í ferð: Skráning og greiðsla er á heimasíðu FEB í síma 588-2111 eða á netfangið feb@feb.is
Verð pr mann í tvíbýli kr 117.800 og á mann í einbýli kr 139.500

 
Innifalið í verði er: Flug,skattar og innritaður farangur, gisting á Absalon Hotel 4* í 3 nætur m/morgunverði, akstur til/frá flugvelli erlendis og á hótel ásamt öllum öðrum akstri, skoðunarferð um gamla bæinn með Sigrúnu Gísladóttur, kvöldverður og einn drykkur á komudegi, ”julefrokost” á Restaurant Grøften sem og sigling um síkin með Jazzbandi Michale Bøving .
Frekari upplýsingar hjá FEB í síma 5882111 eða feb@feb.is
 
 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *