Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn fimmtudaginn 15. apríl 2021, kl. 13:00. Fundarstaður verður auglýstur síðar.
- Tillögur og erindi sem leggja á fyrir fundinn skulu hafa borist stjórn félagsins skriflega minnst einni viku fyrir aðalfund.
- Tillögur uppstillingarnefndar um fólk í stjórn munu liggja frammi á skrifstofu félagsins í tvær vikur fyrir aðalfundinn.
- Tilkynningar einstakra félagsmanna um framboð til stjórnarkjörs skulu berast skrifstofu félagsins minnst einni viku fyrir aðalfund.
- Tillögur um breytingar á lögum félagsins þurfa að berast stjórn félagsins með minnst tveggja vikna fyrirvara.
Vakin er athygli á því að seinka þurfti aðalfundi 2021 vegna Covid ástandsins, sem aftur veldur seinkun á útgáfu nýrra félagsskírteina og afhendingu nýrrar Afsláttarbókar. Miðað er við að ný félagsskírteini og Afsláttarbók berist skilvísum greiðendum félagsgjalda um mánaðarmótin apríl/maí.
Stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni