Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn þriðjudaginn 8. mars, kl. 13:30.
- Tillögur og erindi sem leggja á fyrir fundinn skulu hafa borist stjórn félagsins skriflega minnst einni viku fyrir aðalfund.
- Tillögur uppstillingarnefndar um fólk í stjórn munu liggja frammi á skrifstofu félagsins í tvær vikur fyrir aðalfundinn.
- Tilkynningar einstakra félagsmanna um framboð til stjórnarkjörs skulu berast skrifstofu félagsins minnst einni viku fyrir aðalfund.
- Tillögur um breytingar á lögum félagsins þurfa að berast stjórn félagsins með minnst tveggja vikna fyrirvara.
Fundarstaður verður auglýstur síðar hér á heimasíðu FEB
Stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni