Enn ein nýjungin hjá FEB.
Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja efla færni sína í almennri tölvunotkun og/eða spjaldtölvunotkun þegar Veraldarvefurinn (Internetið) og helstu netsamskiptamiðlar eru annars vegar. Leiðbeint verður um notkun algengustu leitarvéla sem og notkun vinsælla samskipta- og afþreyingarmiðla t.d. Facebook.
Viðfangsefnin munu taka mið af stöðu og áhuga þátttakenda. Námskeiðið fer fram í Stangarhyl 4 dagana 21. og 28. nóvember kl. 13.30 til 15.30. Kennari er Þórunn Óskarsdóttir, sem hefur starfað sem tölvu- og upplýsingatæknikennari í tæpa þrjá áratugi.
Innritun er hafin í síma 5882111 eða á feb@feb.is