Jólakortið 2016

Jólakort félagsins í ár prýðir myndin „Upprisinn Kristur “ eftir Leif Breiðfjörð.
Ev. Jakobskirche  Munklingen Þýskalandi. Einn af fjórum steindum gluggum í kirkjunni.

Leifur er fæddur árið 1945 í Reykjavík. Verk hans þarf vart að kynna þar sem þau prýða fjölmargar kirkjur og aðra opinbera staði bæði innanlands og erlendis.

Jólakort og merkimiðar, verða send til félagsmanna FEB og annarra velunnara félagsins og fylgir þeim valkvæð greiðsla.
Kortin eru líka til sölu á skrifstofu félagsins að Stangarhyl 4. Verðið er 1.700 krónur fyrir pakka með 6 kortum og merkimiðum.
Einnig er hægt að panta kort í síma 588 2111.

Sala jólakorta er ein helsta fjáröflunarleið félagsins og er það von félagsins að fólk taki þessum nýju kortum vel.

Þannig geta bæði félagsmenn og aðrir stutt við starfsemi félagsins.