Jólakortið 2017

Jólakort FEB 2017 er hannað af myndlistarkonunni Jónínu Magnúsdóttur / Ninný og ber nafnið Kærleiksjól.
Jólakortin og merkimiðar er á leið í pósti til ykkar kæru félagsmenn. Pakkning með kortum og merkispjöldum kostar 1800 kr og er innheimta komin í heimbanka og greiðsluseðill fylgir með hjá þeim sem óskað hafa eftir að greiða þá leið. Alltaf er hægt að kaupa fleiri jólakort FEB á skrifstofunni í Stangarhyl 4 eða með tölvupósti á feb@ feb.is
Verk Jónínu er hægt að kynna sér á síðu hennar www.ninny.is

Sala jólakorta er ein helsta fjáröflunarleið félagsins og er það von félagsins að fólk taki þessum nýju kortum vel. Þannig geta bæði félagsmenn og aðrir stutt við starfsemi félagsins.