Hollvinahópur

Stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni þakkar heilshugar þau framlög sem borist hafa frá Hollvinum FEB. Um síðustu áramót voru 230 skráðir í Hollvinabók félagsins.
Hollvinahópur FEB var stofnaður á aðalfundi félagsins 24. febrúar 2002. Meginmarkmið Hollvinahópsins er að styrkja hagsmunabaráttu félagsins, en kostnaður við hana hefur aukist verulega á síðustu árum. Félagið þarf á ýmsum upplýsingum að halda, sem bæði er flókið að ná í og vinna úr. Til að stjórnvöld taki mark á þeim gögnum sem félagið leggur fram þarf að fá sérfræðinga til að afla þeirra og vinna úr þeim og það kostar peninga.

Stjórn félagsins endurtekur þakklæti til þeirra er þegar hafa greitt til Hollvina-hóps FEB. Til nýrra meðlima og þeirra sem vilja halda áfram að greiða frjáls framlög viljum við benda á reikningsnúmerið hjá Arion banka, bankanr. 0336, höfuðbók 03 og reikningur nr. 402056.

Vinsamlegast tilgreinið nafn og kennitölu.