Tölvupóstur til félagsmanna

Ágætu félagsmenn
Sumarið er tíminn“ söng Bubbi og syngur enn.
Við vonum svo sannarlega að tími sumars sé loksins runninn upp hér í Reykjavík og nágrenni. Af því tilefni er ekki úr vegi að fara yfir ferðir á vegum félagsins nú í sumar.Fyrst er að nefna nýafstaðna söguferð um Norðurland sem heppnaðist einstaklega vel, hvað varðar hreinlega allt; skemtana- og fræðslugildi þar sem við nutum dyggrar aðkomu ykkar félagsmanna, heimamanna í leiðsögn, matreiðslu og öðrum viðurgjörningi. Ekki má svo sleppa hinni eilífu umræðu um veðrið sem lék við okkur allan tímann.
Ekki verður hér frekar rætt um nýlegar velheppnaðar ferðir á vegum félagsins að ekki sé minnst á Norðurlandaferðina, um páskana og svo nýlega ferð til Pétursborgar. Ferðir sem tæplega 100 manns fóru í og tókust frábærlega – er það ekki annars……….?
Svona í restina verður að minnast á kosningarnar, þar sem svo stutt er liðið frá þeim. Nú eru í gangi viðræður „milli flokkanna“, eins og það er orðað, þar sem áherslur komandi fjögurra ára tímabils eru lagðar, settar fram og kynntar fyrir okkur íbúum / kjósendum. FEB væntir þess, miðað við umræðuna í aðdraganda kosninganna, að áherslan á málefni og stöðu eldri borgara verði ekki bara ofarlega heldur efst, á áherslulista í öllum sveitarfélögum landsins. Textan sem við fengum að láni frá nágrannasveitarfélagi sem kynnti sínar áherslur í morgun, má vel orða ehv vegin á þennan veg,;  „..lögð áhersla á mál­efni fjöl­skyld­unn­ar, eldri borg­ara og skil­virka þjón­ustu í þágu íbúa…….“.  Hvetjum fulltrúa í öðrum sveitarfélögum að hnuppla þessu orðalagi, bæta um betur, og setja inn í sína málefnasamninga!
Ferðlög á næstunni  – Allt bókanlegt á feb@feb.is eða í síma 5882111
Ferð í Þjórsárdal 12. júní
Gullæðin Þjórsá, hvaðan kemur orkan okkar – hvernig voru vistarverur  forfeðra okkar á söguöld? Rafmögnuð ferð um helsta virkjanasvæði landsins og því má vænta þess að stuð verði. Lagt af stað frá Stangarhyl kl. 8.30 og ekið sem leið liggur um Hellisheiði og upp Skeið og upp í Þjórsárdal.
Náttúruperlan Þjórsárdalur skoðuð. Farið í Þjóðveldisbæinn með leiðsögn. Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal er eitt best geymda leyndarmál Íslands. Bærinn er tilgátuhús byggt á einu stórbýli þjóðveldisaldar og þar gefst gestum færi á að kynna sér húsakynni forfeðra okkar og fræðast um hagi þeirra og daglegt líf.
Að lokinni heimsókn í Þjórsárdal verður ekið áfram upp fyrir Búrfellsvirkjun. Fyrir ofan Búrfell sjáum við síðan yfir „Hafið“ sem svo er kallað en á þessu svæði hafa þegar verið reistar tvær vindmyllustöðvar. Í Árnesi bíður okkar kaffihlaðborð ásamt því að fara í Þjórsárstofu sem við skoðum. Að lokinni kaffidrykkju ökum við áfram og heimsækjum Hellisheiðarvirkjun og fræðumst um orkuvinnsluna á Hellisheiði áður en við ljúkum ferðinni í Reykjavík. Fararstjóri Sigurður Þórðarson. Verð kr. 12.000. 
Ferð í Fjörðu, Flateyjardal og Siglufjörð 12. – 15. ágúst
Fjórða árið í röð sem við höldum á þessar slóðir. Fararstjóri Valgarður Egilsson, læknir. Verð kr. 99.000. Alltaf jafn vinsæl ferð og selst fljótt upp. 
Fjallabaksleið nyrðri 21. ágúst
Ferðin tekur heilan dag og fer svolitið eftir ástandi vegna og vegaslóða enda erum við þar sem náttúran er hvað hreinust og fegurðin hvergi fegurri. Fararstjóri Kári Jónasson. Verð kr. 12.000. 
Reykjanes / Suðurnes  Dagsferð um Reykjanesið. Nánar auglýst síðar.

  • Lagt af stað frá Stangarhyl kl. 9.00 og haldið til Víkingaheima. Skoðum víkingaskipið „Íslending“ sem er endurgerð Gauksstaða skipsins.  Á safninu bíður okkar kaffi og kleina.
  • Næsta stopp er á Garðskaga við vitanna og erum komin þangað ca kl 11.15 og við kíkjum á Sjóminjasafnið á Garðskaga.
  • Hádegisverður á Vitanum í Sandgerði. Boðið er uppá hlaðborð.
  • Eftir hádegisverðinn er svo farið í Hvalneskirkju
  • Því næst er stansað við Brúna milli heimsálfanna
  • Reykjanesviti er svo á dagsskránni en þar var fyrsti vitinn á Íslandi reistur árið 1878 og tekinn í notkun sama ár 1. desember.
  • Gunnuhver er einstakur staður og þar stönsum við og skoðum.
  • Að lokum stönsum við í Saltfisksetrinu Grindavík og fáum okkur kaffi áður en lagt er af stað til Reykjavíkur. Verð: 11000 pr, mann allt innifalið. 

Færeyjar
Margir hafa spurt um Færeyjaferð – því spyrjum við á móti hver er hugur félagsmanna á ferð til Færeyja 24. – 30. október 2018. Farið yrði með Steinþóri Ólafssyni sem skipulagði Norðurlandaferðina fjölbreyttu, í rútu frá Reykjavík og siglt með Norrænu. Látið okkur vita af áhuga ykkar.
Aðventuferðir til Kaupmannahafnar
Ferðirnar verða tvær, dagana 18. – 21. nóv. og viku síðar 25. – 28. nóvember. Ferðast með Icelandair í samstarfi við Hótelbokanir. Íslensk fararstjórn frá upphafi til enda iog sama vinsæla dagskráin og sama verð og í fyrra. Verð pr mann í tvíbýli kr. 117.800 og á mann í einbýli kr. 139.500. Bókanir á feb@feb.is eða í síma 5882111. Mikið er bókað nú þegar.
 
Lýsing á mörgum þessara ferða er í nýjustu Félagstíðindum sem nýlega hefur borist ykkur.  
_______________________________________________________________
DANSLEIKIRNIR  verða áfram á sínum fasta tíma á sunnudagskvöldum kl. 20.00. Hljómsveit hússins leikur lög við allra hæfi.
Með félagskveðju,
 Stangarhyl 4, 110 Reykjavik
sími 588 2111 – www.feb.is
feb@feb.is
 

© 2018 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *