TÖLVUPÓSTUR á leið til ykkar kæru félagsmenn

 
Ágæti félagsmaður
 
Félagsmenn FEB tæplega 12. 000 – til hamingju félagsmenn
Enn fjölgar í félaginu okkar og við sem störfum fyrir félagið bregðumst við með sífellt fjölbreyttari starfsemi og nýjungum. En starfsemi byggist á þátttöku félagsmanna og þar finnum við vel fyrir sérstaklega í öllum ferðum sem skipulagðar eru á vegum félagsins. Fullt hefur verið í öllum sumarferðum og stærri rútur pantaðar þar sem slíku hefur hægt að koma við og hótelherbergjum fjölgað. Ljóst er að ferðir innanlands, þó ekki séu á háannatíma eru orðnar dýrari en ferðir erlendis sem er umhugsunarefni fyrir okkur sem setjum upp slíkar ferðir. Miðað við þann mikla áhuga sem er á ferðum á vegum félagsins munum við bjóða ferðir á nýja staði strax í haust og á næsta ári, auk hinna hefðbundnu ferða.
Við getum verið stolt af því trausti sem þið ágætu félagsmenn berið til félagsins. Nú er það ykkar að njóta og nýta það fjölbreytta starf sem fram fer hjá félaginu.

Hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna eldri borgara í hvívetna.
 
Starfsemi FEB – nokkur atriði;
 
Laus sæti í ferðir;
 
24. ágúst Reykjanes – fróðleg dagsferð þar sem lagt verður af stað frá Stangarhyl 4, kl. 9.00
24. – 30. október Færeyjar 7 daga ferð með nánast öllu inniföldu. Örfá sæti laus.
Fyrstur kemur fyrstur fær. Hafið samband í síma 5882111 eða feb@feb.is
 
Aðventuferðir eldri borgara til Kaupmannahafnar – þrjár ferðir í lok nóvember og viðbótarferð í byrjun desember n.k. – sama verði og í fyrra.
Bókun í síma 5882111 eða feb@feb.is
 
Pétursborg – fimmta ferðin til þessa fallegur borgar sem margir spyrja um og langa til er skipulögð 14. – 19. maí 2019. Opnað hefur verið fyrir bókanir á feb@feb.is / síma 5882111. Flug til og frá Helsinki með Icelandair. Fararstjórar sem fyrr Gísli Jafetsson og Pétur Óli Pétursson.
 
ZUMBA Gold™ 60+ dans og leikfimi byrjaði 20. ágúst – enn pláss í skemmtilegum hóp
8 vikna Zumba Gold á sama verði og síðast 16.900 kr. Á mánu- og fimmtudögum kl. 10.30 í Ásgarði, Stangarhyl 4. Kennari sem fyrr Tanya. Bjóðum alla velkomna – hægt er að bæta í hópinn.Zumba Gold – dans og leikfimi. Zumba Gold notar sömu formúlu og Zumba Fitness, en breytir danssporunum og lækkar hraðann, sem hentar betur dönsurum sem eru 60 ára og eldri. Þú getur tekið því rólega með Zumba Gold og skemmt þér konunglega í leiðinni. Þú munt öðlast betri líkamsstöðu og meiri úthald. Tónlistin er jafn skemmtileg og í Zumba Fitness. Hentar jafnt konum sem körlum.
 
Íslendingasögur hefjast 21. september
Íslendingasögur: Það verður Vestfirskur andi í haust þar sem við byrjum á Hávarðar sögu Ísfirðings. Þetta er skemmtileg saga og nokkuð óvenjuleg. Kennari sem fyrr: Baldur Hafstað. Námskeiðið hefst þann 21. sept. og stendur í 10 vikur og því lýkur 23. nóv. Kennt er alla föstudaga frá kl. 13 -15. Kaffi, meðlæti og samvera í hléi. Hið vinsæla ferðalag á söguslóðir sagnanna er í skipulagi og verður kynnt síðar.
 
 
STERK OG LIÐUG – leikfiminámskeið fyrir dömur og herra eldri en 60 ára.
Byrjum bráðlega skráning stendur yfir.
Sterk og liðug er námskeið fyrir dömur og herra eldri en 60 ára, sem geta ekki lengur stundað hefðbundna líkamsrækt. Allir tímarnir verða sérsniðnar að þörfum þátttakenda og fólk í hjólastól mun einnig geta tekið þátt. Byrað er á léttri upphitun og við tekur einföld leikfimi til að örva blóðrásina og liðka okkur. Þetta námskeið verður sérsniðið fyrir fólk á besta aldri, sem er ungt í anda, en hefur ekki lengur líkama til að stunda hefðbundna líkamsrækt. Við þurfum að halda áfram að hreyfa okkur með hækkandi aldri til þess að viðhalda góðri líkamlegri og andlegri heilsu.
DANS alla sunnudaga kl. 20.00 í nýuppgerðum sal í Stangarhylnum
Hljómsveit hússins. Veitingar við flestra hæfi. Góð skemmtun í skemmtilegum félagsskap. Ásadans og önnur skemmtun. Opið öllum bara að mæta, miðasala við innganginn.
 
 
SKÁK alla þriðjudag kl. 13.00
Skákin byrjar sitt hauststarf í salnum 4. september kl. 13.00. Allir velkomnir sem peði geta valdið. Bara og mæta og njóta samverunnar, kaffi og meðlætis.
 
Gönguhópur alla miðvikudag kl. 10.00 frá Stangarhylnum. Kaffi og rúnstykki á eftir.
 
KÓR FEB hefur upp sína rödd í september og er á miðvikudögum kl. 16.30.
Nánar auglýst síðar. Nýir félagar velkomnir.
 
ÁFSLÁTTARBÓK FEB ásamt viðbót
– nýtið ykkur þjónustu og verslið við þá aðila sem eru í bókinni
og njótið bestu kjara sem sem hjá þeim bjóðast
 
 
Ný bók verður gefin út í byrjun næsta árs. Ef þið vitið af fyrirtækjum sem vilja vera með látið skrifstofu FEB vita.
 
 
Félagsstarfið fer fram í húsnæði FEB að Stangarhyl 4.
Næg bílastæði og greiðar strætisvagnasamgöngur.
 
FEB er á Facebook – Líkaðu við FEB með því að smella á okkur hér
 
Með félagskveðju,
 
Stangarhyl 4, 110 Reykjavik
s. 588 2111 – www.feb.is – og á
feb@feb.is
 
Þessi tölvupóstur var sendur á netfang sem skráð er í félagakerfi FEB
 
 
 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *