TÖLVUPÓSTUR Á LEIÐ TIL FÉLAGSMANNA

Ágæti félagsmaður í FEB – Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Menningarkort 67+
Þér er boðið á kynningu á nýju Menningarkorti Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum þann 10. júlí n.k. kl. 14.00

Dagskrá:
• Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs ávarpar gesti
• Gísli Jafetsson framkvæmdastjóri Félags eldri borgara ávarpar gesti
• Harpa Dögg Kjartansdóttir myndlistamaður leiðir gesti um sýningar
á verkum Sölva Helgasonar og William Morris
RAUTT MENNINGARKORT REYKJAVÍKUR verður á kynningarverði,
1.500 kr. og frí kaka með kaffinu á kaffihúsi Kjarvalsstaða fyrir nýja korthafa.
Auk hefðbundinna tilboða og sérkjara munu handhafar
rauða Menningarkortsins fá 15% afslátt í safnbúðum í júlí*
*Fastur afsláttur í safnbúðum er 10%
Nánari upplýsingar á menningarkort.is og feb.is
GOLFERÐ FEB til Torrevieja 13. – 20. október 2019
FEB stendur fyrir golfferð fyrir félaga í FEB dagana 13.-20. október n.k. Flogið verður á hentugum tímum með brottför frá Keflavík
sunnudaginn 13. október kl. 8.30 og lent á Alicante flugvelli kl. 15.00. Brottför til baka viku síðar kl. 15.50 og lent í Keflavík kl. 18.30.
Leikið á 4 völlum alls. Aðeins 30 sæti laus.
Fararstjóri er Sigurður K. Kolbeinsson, sem margir þekkja úr Aðventuferðum félagsins og þáttunum Lífið er lag.
Pakkinn inniheldur eftirfarandi þjónustu:
• 7 nátta gistingu á hinu glæsilega hóteli Campoamor. Glæsilegt morgunverðarhlaðborð er innifalið
• Kvöldverðir 7 kvöld, þ.a. 4 á Campoamor og 3 á öðrum stöðum í nágrenni hótelsins
• 1 golfhring á Campoamor
• 1 golfhring á Villa Martin
• 1 golfhring á Las Ramblas
• 1 golfhring á Las Colinas
• 9 h golfhringur á Campoamor er ávallt innifalinn eftir kl. 14.00 alla daga fyrir þá sem vilja leika 27 h (greiða þarf fyrir golfbíl)
• Golfbíll m.v. 2 leikmenn ávallt innifalinn í 18h hringjum
• Akstur frá hóteli að veitingastöðum aðra leiðina
• Allur flugvallarakstur báðar leiðir
• 5 kg handfarangur
• 1 ferðataska
• 1 golfsett
• Íslensk fararstjórn
Verð: 249.500 á mann m.v. gistingu í tvíbýli
Aukagjald fyrir eins manns herbergi: 24.900
Allar nánari upplýsingar og skráning eru á skrifstofu FEB í síma 588 2111.
Fyrirspurnir skulu sendar á netfangið hotel@hotelbokanir.is
Greiða þarf 50.000 kr. staðfestingargjald fyrir 12. júlí og eftirstöðvar fyrir 10. ágúst.
HÉR má nálgast myndir og upplýsingar um hótelið og golfvöllinn Campoamor Resort
Næstu ferðir FEB innanlands
10. – 13. ágúst
Ferð um Sprengisand í Fjörðu, Flateyjardal og Tröllaskaga – brottför úr Stangarhyl 4, kl. 8.30
8. og 15. ágúst tvær ferðir
Fjallabaksleið nyrðri – brottför úr Stangarhyl 4, kl. 8.30 – laus sæti v. forfalla
30. ágúst – seinni ferð
Vestmanneyjar brottför úr Stangarhyl 4, kl. 8.00
4.- 5. september
Töfrar Suðurlands að Breiðamerkurlóni – brottför úr Stangarhyl 4, kl. 8.30 – nokkur sæti laus
Með kveðju,
FEB – Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Stangarhyl 4, 110 Reykjavík
Sími 5882111
www.feb.is feb@feb.is
© 2019 FEB – Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *