Viljum vekja athygli á að enn eru nokkur sæti laus í ferðina okkar núna á sunnudaginn 14. júní þar sem við erum að fara á „Á slóðir Agnesar og Friðriks í Húnaþingi“. 
Um er að ræða tveggja daga ferð með gistingu eina nótt á Laugarbakka þar sem við verðum m.a. leidd í allan  sannleikann um síðustu aftökuna á Íslandi, þeirra Agnesar og Friðriks.
Leiðsögumaður er Kári Jónasson.

 

Einnig viljum við minna á ferðina okkar til Vestmannaeyja þann 20. júní – nokkur sæti laus
Dagsferð til Vestmannaeyja. M.a. farið út á Stórhöfa, í Herjólfsdal og í Eldheima
Leiðsögumenn Kári Jónasson og Gerður G. Sigurðardóttir.