Lækkun fasteigna- og fráveitugjalda til eldri borgara í Reykjavík

FEB hefur átt samvinnu við fulltrúa borgarinnar um lækkun fasteigna- og fráveitugjalda til eldri borgara. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár hefur nú verið samþykkt með ákveðnum lækkunum. Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík, lækkar úr 0.2% af fasteignamati í 0.18%, eða um 10%.
Þá voru samþykktir auknir afslættir af fasteignagjöldum og fráveitugjöldum til eldri borgara og öryrkja sem mið taka af tekjum þeirra.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessa lækkun til komna vegna mikilla hækkana á fasteignaverði á undanförnum árum, en fasteignaskattar taka mið af metnu virði fasteignar. „Þessi lækkun er til þess gerð að milda áhrifin af fasteignaverðshækkunum en auk þess erum við að taka sérstakt tillit til aldraðra og öryrkja með auknum afsláttum,“ segir Dagur.
Afslættir til eldri borgara og öryrkja:
Viðmiðunartekjur
I. Réttur til 100% lækkunar
Einstaklingur með tekjur allt að 3.910.000 kr.
Samskattaðir einstaklingar með tekjur allt að 5.450.000 kr.
II. Réttur til 80% lækkunar
Einstaklingur með tekjur á bilinu 3.910.000 til 4.480.000 kr.
Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 5.450.000 til 6.060.000 kr.
III. Réttur til 50% lækkunar
Einstaklingur með tekjur á bilinu 4.480.000 til 5.210.000 kr.
Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 6.060.000 til 7.240.000 kr.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *